Fara í efni

TÝNDUR Í TVÖ ÁR. ÓFUNDINN ENNÞÁ

...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum.  Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...
ÍSLENSKA LEIÐIN Í VÍMUEFNAVÖRNUM

ÍSLENSKA LEIÐIN Í VÍMUEFNAVÖRNUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.03.21. Ég er ekki bindindismaður. Stundum hef ég meira að segja verið óþægilega langt frá því. Þess vegna er það svolítið sérstakt að bindindishreyfingin, IOGT, skuli hafa farið þess á leit við mig nú nýlega að stýra ráðstefnu um vímuefnavarnir, hver skuli vera íslenska leiðin.  Var þá til samanburðar það sem kallað hefur verið portúgalska leiðin ...
GOSMYND MARÍU

GOSMYND MARÍU

Þessa mynd hér að ofan tók María Sigrún Hilmarsdóttir frá Ægisíðunni í kvöld. Yfir Skerjafjörðinn má sjá bjarmann af gosinu á Reykjanesi bera við næturmyrkvaðan himininn.  Þar sem Ægisíðan er steinsnar frá heimili mínu þótti mér þessi mynd skemmtilegust úr myndasyrpu Sjónvarpsins í kvöld en flestar voru myndirnar teknar frá höfuðborgarsvæðinu.  María Sigrún náði betri mynd en mér tókst og tek ég nú hennar mynd traustataki og bíð þess að ...
HVERS VEGNA KEMUR HARALDUR Á ÓVART?

HVERS VEGNA KEMUR HARALDUR Á ÓVART?

... Hvers vegna kemur þetta á óvart? Lesendur þessarar heimasíðu, sem hafa fengið að kynnast Haraldi, þyrftu að vísu ekki að undrast afstöðu hans ... En samt kemur á óvart að fólk sem efnast tími að sjá af svo miklu sem einum einasta eyri ótilneytt ...

FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN Á LEIÐINNI. ERU BORGARALAUN SVARIÐ?

Fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum ...
HIN ÓSÝNILEGU VIÐBRÖGÐ Í SPILAKASSAUMRÆÐU

HIN ÓSÝNILEGU VIÐBRÖGÐ Í SPILAKASSAUMRÆÐU

... Er ég þá kominn að erindi þessa litla pistils. Og það er til að segja frá því hve margir hafa haft samband síðustu daga - ekki opinberlega heldur í fullkominni kyrrþey -  til að segja frá illum afleiðingum spilafíknarinnar og í sumum tilvikum ættingjum eða mökum sem svipt hafa sig lífi eftir að spila frá sér og sínum öllum eignum sínum – og   að því er þau töldu   mannorði sínu.  Í mínum huga eru það allt aðrir sem eru á góðri leið að spila frá sér mannorðinu,   það eru ...

KAUPHALLARRAFMAGN OG EINKAVÆÐING LANDSVIRKJUNAR

Nú sem fyrr treysta íslenskir stjórnmálamenn á „minnisleysi“ kjósenda. Fjölmiðlar sem styðja stjórnmálin auðvelda það með því að fjalla ekki um mikilvæg mál og beina sjónum kjósenda í aðrar áttir. Á meðan eru margskonar „myrkraverk“ unnin af hálfu stjórnmála- og embættismanna. Það er kallað „gagnsæi“. En fyrirbærið nær ekki til kjósenda. „Gagnsæið“ merkir í raun upplýsingaskipti innan valdaklíkunnar og til vina hennar ...
BJÖRGUM ÞEIM

BJÖRGUM ÞEIM

Birtist í Morgunblaðinu 18.03.21. ... Þá erum við væntanlega að nálgast að geta bjargað heiðri og samvisku Alþingis, ríkisstjórnar landsins, æðstu menntastofnunar okkar, Rauða kross Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Og einmitt það er verkefnið: Að bjarga því fólki sem þarna ber ábyrgð.  Hvernig væri að efna til keppni um bestu lausnina þessum aðilum til hjálpar? Verkefnið gæti heitið   Björgum þeim.   Ég set hér fram fyrstu tillöguna ... 

ENDURSKILGREININGAR

Stórt er lítið stutt er langt, staðreyndir þó munum. Það er hvorki rétt né rangt, ræðst af hagsmununum. Alþingi verndar auðmagnið, að því Kristján vinni. Samherja hann sigldi á mið, söng með útgerðinni. Kári
OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR

Birist í Fréttablaðinu 16.03.21 Ég vil ávarpa þig beint sem formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna yfirlýsinga þinna í nafni félagsins í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Þar veitist þú að fólki sem haldið er spilafíkn í því skyni að finna fyrir því réttlætingu að gera sér veikindi þess að féþúfu. Þessi ummæli valda miklum vonbrigðum svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Því eindregnari stuðningsmenn ...