29.03.2021
Ögmundur Jónasson
Þegar við Krummi, eins og við kölluðum alltaf skólafélaga okkar og vin, Hrafn Gunnlaugsson, gengum heim úr Menntaskólanum vestur í bæ þar sem við áttum heima, þá flaug hann oft hátt. Ímyndaðu þér Ömmi, að ofan úr himnunum þarna úr vestri kæmi risastór málmkúla, ferlíki, sveiflað úr krana skýjum ofar. Ófreskjan kæmi með ógnarhraða og eyðileggingarkrafti, næmi við jörð þegar hún nálgaðist mannvirki Melavallarins, húsakost og bárujárnsgirðinguna, og sópaði þessu öllu burt sem ekkert væri! Ég varð agndofa og fannst ég ...