ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - SÍÐARI GREIN
14.04.2021
... Eins og áður er komið fram gagnast svokallaðir snjallmælar [smart meters] vel í braskkerfi með raforku þar sem hægt er að mæla notkun í rauntíma. Ef hins vegar slíkir mælar ættu að gagnast neytendum í alvöru þyrftu þeir að vera þannig útbúnir að þeir leiti líka að lægsta verði og skipti um rafveitu (sjálfvirkt) samkvæmt því. Neytandinn gæti þá treyst því að hann greiði ætíð lægsta verð í boði. Það væru snjallmælar sem snúa að neytendahliðinni ...