24.03.2003
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. Ég horfði nýlega á þáttinn Ísland í dag á stöð 2 og þar var meðal annars viðtal við Þóreyju Eddu sem er í framboði við VG í suðvestur kjördæmi. Þar gerði hún lítið úr þeim störfum sem verða til í álveri á Reyðarfirði þar sem þetta verði nánast eingöngu störf fyrir verkafólk, það væri nær að búa til störf fyrir menntað fólk. Ég hef hitt fleiri sem tóku eftir þessum orðum hjá henni. Því vil ég spyrja. Ert þú í flokki sem hugsar eingöngu um menntað fólk? Ef svo er hvenar breyttust þá viðhorf þín? Ég hef alltaf litið á þig sem talsmann verkalýðsinns og þykir það mjög miður ef þar er að verða breyting á. Með kveðju, Sigurbjörn Halldórsson. Heill og sæll Sigurbjörn og þakka þér fyrir bréfið.