Í Morgunblaðinu 31. mars sl. birtist stutt grein eftir Jón Karl Stefánsson um stríðið gegn Írak og þó einkum afleiðingar viðskiptabannsins, sem hvílt hefur á Írökum í rúman áratug með hörmulegum afleiðingum.
Hvað þýðir stríð gegn Írak (eða eins og kanarnir segja, stríð gegn Saddam Hussein)? Líklega létust á milli 80000 og 150000 hermenn og 100000 og 200000 óbreyttir borgarar í Persaflóastríðinu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur núið Samfylkingunni því um nasir að vera ekki alltaf sjálfri sér samkvæm varðandi beitingu hervalds og er þá vísað annars vegar í gagnrýni á árásirnar á Írak og hins vegar í stuðning talsmanna Samfylkingarinnar við loftárásir Nató á Balkanskaga vorið 1999.
Gott er nú til þess að vita að Samfylkingin hefur tekið afstöðu gegn innrásinni í Írak. En spurt hefur verið: Er ekki eitthvert misræmi í því að Samfylkingin skuli taka þessa afstöðu nú þar sem sá vísir að þessum flokki sem til var í mars 1999 studdi loftárásirnar á Júgóslavíu? Einkum hafa Sjálfstæðismenn verið iðnir við að spyrja þessarar spurningar.
Heill og sæll Ögmundur. Hvernig líst þér á þá á tilhugsun að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi ríkisstjórn að afloknum kosningum í vor? Það var t.d.
Ég er atvinnulaus í fyrsta sinn í 42 ár og finnst það svakalegt. Mig langar að fá í umræðuna að 6000 atvinnuleysingjar sem sagðir eru njóta bóta greiða 2700 kr.