Ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar
07.11.2004
Ljótar eru aðfarirnar gegn borgarstjóra. Verst finnst mér hræsnisslepjan hjá Ingibjörgu S. Gísladóttur. Hún vill fá kallinn út með góðu því ef borgarfulltrúarnir verða að grípa til þess að segja honum hreinlega upp þá gæti Þórólfur brugðið sér í gervi lævirkjans og farið að syngja, og gæti kannski sungið um ýmislegt sem Ingibjörgu kemur ekki vel.