Athafnaskáld nútímans nema sífellt nýjar lendur og þekkja engin landamæri. Til dæmis þar um má taka skáldjöfurinn og stórbóndann í Baugsnesi, Jón Ásgeir Jóhannesson.
Fulltrúar stærstu heildarsamtaka launafólks í landinu komu á fund trúnaðarmanna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í dag til að mótmæla stórfelldum niðurskurði á sjúkrahúsinu, sem mun verða þess valdandi að hátt í 300 einstaklingar munu missa vinnuna.
Ögmundur Jónasson vekur hér á síðu sinni athygli á djúpgrunduðum vangaveltum Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þess efnis m.a., að fjölgun opinberra starfsmanna dragi óhjákvæmilega úr hagvexti.
12.01.2004 Jón Torfason og Sigríður Kristinsdóttir
Skömmu fyrir jólin kom út bók um rithöfundinn Halldór Laxness. Á það hefur verið bent að vinnubrögðum höfundarins sé að mörgu leyti áfátt, hann endursegi langa kafla úr bókum skáldsins, hann notfæri sér verk og rannsóknir annarra manna í heimildarleysi og/eða án þess að gera fullnægjandi grein fyrir því og að í bókinni sé margs konar ónákvæmni um staðhætti, fólk og atburði.
Allir muna eftir því þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sá sig knúinn til þess á haustmánuðum að lesa upp úr passíusálmunum í fréttatímum RÚV til þess að slá á peningafíkn gróðapunganna í bankakerfinu– en græðgin er svo sannarlega “merki nýrra tíma”, eins og segir í slagorði hins nýja KGB-banka.
Talsmenn atvinnurekenda fara nú mikinn. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins benda á, að frá 1997 til 2002, hafi starfandi fólki á Íslandi fjölgað í heild um tæp 15 þúsund eða 10,4%.
Það er merkilegt hve áhugasamir ýmsir aðilar innan Samfylkingarinnar virðist vera um einkavæðingu. Í fréttum í kvöld birtist formaður svokallaðrar Framtíðarnefndar flokksins til að lýsa þeirri skoðun sinni að ekki beri nauðsyn til að opinberir starfsmenn sinni almannaþjónustunni.