Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2004

Óstöðvandi landnám athafnaskáldanna

Athafnaskáld nútímans nema sífellt nýjar lendur og þekkja engin landamæri. Til dæmis þar um má taka skáldjöfurinn og stórbóndann í Baugsnesi, Jón Ásgeir Jóhannesson.

Skin og skúrir hjá Framsókn

Hjá framsóknarmönnum skiptast á skin og skúrir. Tveir mjög hamingjusamir framsóknarmenn hafa birst á sjónvarpsskjánum á undanförnum dögum.
Heildarsamtök að baki trúnaðarmönnum á Landspítala háskólasjúkrahúsi

Heildarsamtök að baki trúnaðarmönnum á Landspítala háskólasjúkrahúsi

Fulltrúar stærstu heildarsamtaka launafólks í landinu komu á fund trúnaðarmanna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í dag til að mótmæla stórfelldum niðurskurði á sjúkrahúsinu, sem mun verða þess valdandi að hátt í 300 einstaklingar munu missa vinnuna.

Lífeyrissjóðirnir stofni banka

Miklar hækkanir hafa verið á hlutabréfum í Kauphöll Íslands frá áramótum.Sú hækkun hefur verið leidd af Pharmaco, Bakkavör og KB banka.

Gargandi snilld Hannesar eða barasta rugl?

Ögmundur Jónasson vekur hér á síðu sinni athygli á djúpgrunduðum vangaveltum Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins þess efnis m.a., að fjölgun opinberra starfsmanna dragi óhjákvæmilega úr hagvexti.

Almannafé

 Skömmu fyrir jólin kom út bók um rithöfundinn Halldór Laxness. Á það hefur verið bent að vinnubrögðum höfundarins sé að mörgu leyti áfátt, hann endursegi langa kafla úr bókum skáldsins, hann notfæri sér verk og rannsóknir annarra manna í heimildarleysi og/eða án þess að gera fullnægjandi grein fyrir því og að í bókinni sé margs konar ónákvæmni um staðhætti, fólk og atburði.

Endurmenntun í passíusálmunum

Allir muna eftir því þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sá sig knúinn til þess á haustmánuðum að lesa upp úr passíusálmunum í fréttatímum RÚV til þess að slá á peningafíkn gróðapunganna í bankakerfinu– en græðgin er svo sannarlega “merki nýrra tíma”, eins og segir í slagorði  hins nýja KGB-banka.

Heimsatburðir að hætti Halldórs eða Sunday Herald?

Í gær var greint frá því að sprengjusérfræðingar hefðu fundið sprengikúlur sem innihéldu sinnepsgas á vígvöllum í Írak.

Málflutningur SA um opinbera starfsmenn: Rugl eða rógur?

Talsmenn atvinnurekenda fara nú mikinn. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins benda á, að frá 1997 til 2002, hafi starfandi fólki á Íslandi fjölgað í heild um tæp 15 þúsund eða 10,4%.

Hvað vill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir láta einkavæða?

Það er merkilegt hve áhugasamir  ýmsir aðilar innan Samfylkingarinnar virðist vera um einkavæðingu. Í fréttum í kvöld birtist formaður svokallaðrar Framtíðarnefndar flokksins til að lýsa þeirri skoðun sinni að ekki beri nauðsyn til að opinberir starfsmenn sinni almannaþjónustunni.