Fara í efni

Greinasafn

Júlí 2004

Halldór og Keikó

Sæll félagi.Heldur þú að Halldór og Keikó séu skyldir? Það var hægt að láta Keikó gera allt ef hann fékk fisk að launum.

HIN HÁLFA ÞJÓÐ

Í daglegu starfi er þjóðin mín þreyttþá þambar hún öl og vín,yfirleitt skilur hún ekki neitten ofmetur verkin sín.. Um helgar er þjóð mín frekar fullþá fær hún úr víni kraft,hún æðir um strætin með allt sitt bullog elskar að rífa kjaft..  Hér þykjumst við vera þæg og góðþótt þjóðin sé oftast hálf.Og hver á að skilja skrítna þjóðsem skilur sig ekki sjálf?.  Kristján Hreinsson, skáld

Veni, vidi, vici í Washington

Já, forsætisráðherrann okkar, Davíð Oddsson, kom, sá og sigraði í Washington á 1800 sekúndna fundi með Bandaríkjaforseta og líflegum blaðamannafundi í kjölfarið.
Panikviðbrögð – í máli og myndum

Panikviðbrögð – í máli og myndum

Stjórnarmeirihlutinn er örvinlaður – í panik. Stjórnarþingmenn reyna að „leiðrétta“ ummæli sín aftur í tímann.
Ný skýrsla um einkaframkvæmd í Bretlandi – vaxandi efasemdir

Ný skýrsla um einkaframkvæmd í Bretlandi – vaxandi efasemdir

Á sama tíma og fréttir berast frá íslenskum sveitarfélögum um áhuga á einkaframkvæmd berast varnaðarorð frá Bretlandi um ágæti þessarar aðferðar við rekstur á stofnunum og verkefnum á vegum hins opinbera.

Sea world

Fyrir nokkrum árum fór ég í sædýragarð í Orlando sem heitir Sea world. Eitt af því sem þar var boðið upp á til skemmtunar voru háhyrningar sem höfðu verið tamdir og hlýddu þeir í einu og öllu því sem umsjónarmennirnir fóru fram á.

Washington og Kabúl

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fékk hálftíma með George Bush  Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær.

Hver vægir og hvar er vitið?

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komu saman fram í fjölmiðlum sunnudagskvöldið 4. júlí til að (reyna að) skýra fyrir þjóðinni síðustu uppákomu hjá þeim tvímenningum, að þessu sinni fjölmiðlafrumvarpið í nýjum umbúðum en nánast sama frumvarp.

Seinheppinn Hjálmar eða illa upplýstur?

Á heimasíðu Framsóknarflokksins birtist í dag einkar athyglisverðar hugleiðingar formanns þingflokks Framsóknar, Hjálmars Árnasonar.

Meira vit

Vegna ummæla Halldórs Ásgrímssonar:,,Sá vægir sem vitið hefur meira". Varð þessi vísa til: Á Íslandi nú á sér staðótakmarkað þvaðurþví Halldór Ásgríms heldur aðhann sé greindur maður.  Kristján Hreinsson, skáld.