Sæll Ögmundur.Ég þakka þér fyrir prýðisgrein um dapurlega innkomu Davíðs Oddssonar í heimsfréttirnar í tengslum við fund hans með Bush Bandaríkjaforseta.
Menn ræða nú mikið um stjórnarskrána og rétt kjósenda til að kjósa. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að með því að nýta stjórnarskrárákvæði um málskotsrétt væri forseti Íslands að gera landið óstjórnhæft.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands hitti George W. Bush í Hvíta húsinu í Washington og er alsæll. Ekki svo að skilja að sýnilegur árangur hafi orðið af heimsókninni.
Ágæti þingmaður. Þar sem þú ert þingmaður vinstri GRÆNNA langar mig til að spyrja þig tveggja spurninga: Hver er afstaða þíns þingflokks til núverandi vísindaveiða á hvölum? Hver er þín skoðun á hvalveiðum, almennt? Með fyrirfram þökk fyrir svar.
Eins fram hefur komið í fréttum er nú stödd hér á landi fjölmenn sendinefnd frá kínverska þinginu og fer varaforseti þingsins, Wang Zhaoguo, fyrir nefndinni.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun: Núna landsmenn fagnað fá því Framsókn er að hverfa, minni verður þjáning þáhjá þeim sem landið erfa. Kristján Hreinsson, skáld
Í hádegIsfréttum Ríkisútvarpsins var sagt frá áformum George W. Bush Bandaríkjaforseta að endurskipuleggja leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, í ljósi þess að þaðan hefðu borist villandi upplýsingar um málefni sem tengjast Írak í aðdraganda innrásarinnar.
Ég hef alltaf dáðst að hugmyndaríku fólki, sennilega vegna þess að sjálfur er ég hugmyndasnauður með afbrigðum. Þetta fólk er stöðugt með frjóan huga og sífellt með snjallar lausnir á öllum vandamálum, sífellt uppspretta aðdáunar og jafnvel smávegis öfundar, þótt það sé auðvitað ekki fallegt. En svona er það, þetta er mitt fólk.