Fara í efni

Greinasafn

2004

Heimasíða Landsvirkjunnar

Allt í góðum gír við Kárahnjúka - segir Landsvirkjun

Sæll Ögmundur Frændi minn sem vinnur við Kárahnjúka kvartar samfellt um kulda og vosbúð. Ég fylgist reglulega með vef Landsvirkjunar af framkvæmdunum þar sem ég hef svo sannarlega hagsmuna að gæta, það eru börnin mín og barnarbörn, maður vill jú skila góðu búi.

Öryggisráðið: Ekki of seint að hætta við

Birtist í Morgunpósti VG 22.12.04Sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin með fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, í broddi fylkingar unnið að því að Íslendingar fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
BSRB nær árangri á sviði réttindamála

BSRB nær árangri á sviði réttindamála

BSRB í samstarfi við önnur samtök starfsfólks í almannaþjónustu hefur gengið frá samkomulagi við ríki og sveitarfélög um þætti er varða réttindi vegna lífeyrismála og örorkubóta.
Friðargæslan í Kabúl: Göfugt starf eða hreinsunardeild Bandaríkjahers?

Friðargæslan í Kabúl: Göfugt starf eða hreinsunardeild Bandaríkjahers?

Bandaríska stórblaðið New York Times fjallar um íslensku Friðargæsluna í Kabúl í Afganistan og þær umræður sem urðu hér á landi í kjölfar þess að íslenskir gæsluliðar lentu í lífsháska í Kjúklingastræti – Chicken Street – þegar maður sprengdi sig til bana í grennd við þá.
EKKI Í OKKAR NAFNI

EKKI Í OKKAR NAFNI

Þjóðarhreyfingin gengst nú fyrir söfnun fyrir auglýsingu í bandarísku stórblaði  til að skýra hvernig á því stóð að Íslendingar höfnuðu á lista hinna viljugu eða vígfúsu ríkja sem studdu Bandaríkjastjórn til innrásar í Írak (ríkisstjórnin vill helst nota hugtakið staðfastur sem þýðingu á enska hugtakinu willing sem er alrangt; viljugur eða vígfús í þessu samhengi er nær lagi).

Þegar trúarbrögðin kallast á við samtíðina

Pólitísk jólahugvekja er titill greinar eftir séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum Kjós, sem birtist hér á heimasíðunni í dálkinum Frjálsir pennar.

Pólitísk jólahugvekja

Frásögn Lúkasar af fæðingu Jesú lætur ekki mikið yfir sér. Hún líkist að sumu leyti kvikmyndahandriti. Kvikmyndavélin svífur yfir stóru sögusviði, yfir öllum hinum forna menningarheimi við Miðjarðarhafið, byrjað er í Róm, á keisaranum, svo er fjórðungsstjórinn nefndur, hvort tveggja valdsins menn sem virðast hafa alla þræði í höndum sér og geta stjórnað þessum heimi eins og brúðuleikhúsi.

Kínverskir þrælar?

Ef ég heyrði rétt þá er von á 200 Kínverjum til að vinna upp seinkun á framkvæmdum á Kárhnjúkaframkvæmdunum.

Hvar er litli drengurinn?

Frá því að nýju raforkulögin birtust fyrst, verður mér ávallt hugsað til ævintýrsins um Nýju fötin keisarans.

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Birtist í Morgunblaðinu 17.12.04.Innan heilbrigðiskerfisins eru nú víða miklar þrengingar. Á undanförnum mánuðum og misserum hefur starfsfólki verið sagt upp störfum.