06.11.2004
Ögmundur Jónasson
Það er dapurt að sjá hvernig Þórólfur borgarstjóri er gerður að aðalblóraböggli í olíumálinu. Vissulega hefur hann sýnt dómgreindarleysi að segja ekki af sér strax, sérstaklega í ljósi þess að Þórólfur er viðkunnanlegur maður sem ekki verður í neinum vandræðum með að finna sér nýja vinnu.Við í sveitinni veltum fyrir okkur hvenær komi að forstjórum og stjórnum Shell, ESSO og OLÍS.