23.11.2006
Kristján Hreinsson
Þótt ég skammist mín ekki neitt sérstaklega fyrir það að þjóð mín sé yfirleitt hálf, þá skammast ég mín svo sannarlega fyrir þann helming hennar sem styður helmingaskiptaveldið.Ég sagðist í sjónvarpsviðtali um daginn, ekki vilja þurfa að skammast mín fyrir að vera Íslendingur, sagði að ég væri búinn að fá nóg af spillingunni og ætlaði af þeim sökum að stökkva í stjórnmálin og bjarga því sem ég get hugsanlega bjargað.Ég hef þurft að hugleiða skömmina oft og mörgum sinnum í þeirri stjórnartíð sem brátt er á enda.