Heill og sæll og til lukku með gott gengi í forvalinu. Það er stundum haft á orði að við kjósendur höfum ekki minni nema á við þokkalega greinda gullfiska.
Sunnudagskastljós Evu Maríu eru prýðileg. Það á alla vega við um Kastljósþáttinn í kvöld þar sem rætt var við Ásthildi Skjaldardóttur, bónda á Bakka á Kjalarnesi, eina kúabúi Reykjavíkur.
27.000 milljarðar er sagður kostnaður Bushstjórnar við að hrella Íraka frá í mars 2003 skv. fréttum. Það svarar til milljón króna á sérhvern íbúa í Írak og dauðadansinn dunar enn ! Íbúar annarra þróunarlanda heimsins óska sér örugglega ekki að milljón sé sett tilhöfuðs lífi sérhvers eða hamingju. Bandarískir vígamenn Bushstjórnar hafa gert þarfir sínar í Afganistan með þeim hætti, sem heimurinn þekkir.
Sæll, Ögmundur og til lukku með fínann árangur þinn, í forvalinu. Hefði þér samt ekki frekar þótt við hæfi, að góðir sjómenn og verkamenn hefðu komizt einhverri skör ofar, á listanum en þetta menntafólk upp á bókina, sem kappnóg er af; fyrir á Alþingi ? Við þurfum fólk, með þjóðlegar artir, og góðar kenndir til landsins sjálfs nú á þessum síðustu tímum.
HVAÐ erum við tilbúin að láta leiða okkur langt í rugli og vitleysu? Hverjir eru það sem samþykkja fyrir okkar hönd að banna fólki að hafa með sér tannkrem um borð í flugvél eða sjampó? Spyr sá sem ekki veit.
Birtist í Blaðinu 01.12.06.Það má segja að ég skuldi Birgi Ármannssyni, alþingismanni, skýringu og er þessi litla grein tilraun til að gera þá skuld upp.