Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og þá einnig hér á þessari heimasíðu, flutti Allyson Pollock, prófessor við háskólann í Edinborg í Skotlandi, afar lærdómsríka fyrirlestra í Íslandsheimsókn sinni undir síðustu mánaðamót.
Með ánægjulegustu samkomum sem ég sæki eru hinar árlegu Menningarhátíðir BSRB í Munaðarnesi. Þar rekur bandalagið stærstu orlofsbyggð verkalýðshreyfingarinnar í landinu ásamt þjónustumiðstöð.
Umræðan um hugsanlega inngöngu Evrópusambandið virðist vera orðin keppni um það hvaða sjálfstæðismaður getur sagt „aðild að ESB snýst aðeins um hvar hagsmunum Íslands er best borgið" oftast í einum sjónvarpsþætti.
Hvað þarf að gerast til að ríkisstjórninni verði gert að fara frá? Hvert spillingarmálið kemur upp á fætur öðru, sem tengist ríkisstjórninni og einstökum ráðherrum beint eða óbeint.
Á morgun verður haldin hin árlega Menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi í Borgarfirði. Menningarhátíðin, sem hefst klukkan14, er haldin í tilefni þess að opnuð er sýning á málverkum Soffíu Sæmundsdóttur, myndlistarkonu.
Ég hef alltaf fagnað því þegar kröftugir boðberar stjórnmálahugmynda koma hingað til lands með sinn boðskap; fólk sem örvar hugann og efnir til gagnrýninnar umræðu um viðfangsefni samtímans.. Gildir þá einu þótt þeir séu á öndverðum meiði við mínar skoðanir.