25.10.2008
Ögmundur Jónasson
Kæri Ögmundur.... Ekki alls fyrir löngu senti ég þér lesenda bréf um að ég hafi horft á og hlustað á viðræðu við Georg Soros háprest auðvaldsins og að hann hafi sagt eftirfarandi: . . * Að það væri númer eitt að þjóðir hafi stjórnvöld sem trúa á stjórnskipanina og stjórni samkvæmt því.. * Að það væri lífsnauðsynlegt að öll hegðun og þá hegðun fjármálastofnana og fyrirtækja, þar með banka, verði samkvæmt nákvæmum og góðum lögum og reglum og að gott eftirlit tryggi að farið sé eftir þeim. . * Georg Soros sagði að á tímum Regans forseta Bandaríkjanna og Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands, hafi fólk tekið alvarlega trúarjátninguna eða hugdettuna um að í frjálsu markaðskerfi, mundi markaðurinn leiðrétta sig sjálfur, sjálfkrafa, sem er bölvuð della og ein ástæðan fyrir núverandi fjárhagsvandamálum!. * Hann sagði ennfremur að hann teldi að vald dollarans sem hefur verið notaður sem hálfgerður alþjóða gjaldmiðill þar með að gas og olía væri versluð með honum, hafi skaðast svo við hrun kapítalismans, að þjóðir munu hætta að nota hann, "sem alþjóða gjaldmiðil".