Á Íslandi vofir yfir kreppa. Kreppa sem vonandi er hægt að afstýra. Ástæðan fyrir þessari kreppu er gegndarlaust fjárfestingarbrask manna sem fengið hafa eignir þjóðarinnar á silfurfati; manna sem hafa skuldsett íslenska þjóðarbúið meira en dæmi eru um í sögunni; manna sem sýnt hafa fullkomið ábyrgðarleysi alltaf þegar ábyrgðar var þörf.
Stórkostlegt var að fylgjast með mannfjöldanum á Arnarhóli í gær fagna ríkisstjórninni. Þarna voru þau ásamt forsetanum, Þórunn umhverfisráðherra, Guðlaugur heilbrigðisráðherra, Björgvin viðskiptaráðherra, Jóhanna félagsmálaráðherra, þorgerður menntamálaráðherra og kannski fleiri.
Birtist í DV 27.08.08.. Um eftirlaunalögin svonefndu eru tvenn sjónarmið á Alþingi. Annars vegar að gera eigi einhverjar breytingar á lögunum „til að sníða af þeim verstu annmarkana" eins og þau orða það gjarnan þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Geir H.
Ég ætlaði vart að trúa eigin eyrum þegar ég hlustaði á Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra tjá sig um NATÓ fundinn í Búkarest frá í vor í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi.
Í gærkvöldi var kveikt á kertum við kínverska sendiráðið í Reykjavík til að minna kínversk stjórnvöld á að heimurinn fylgist með mannréttindum í Tíbet.