Fyrir nokkrum dögum stóðu fjölmiðlar á öndinni yfir því hvort svokallaður Stöðugleikasáttmáli héldi. Ásteitingarsteinninn var skattastefna ríkisstjórnarinnar.
Sem kjosandi VG frá byrjun varð eg fyrir miklum vonbrigðum að þú skyldir segja af þér sem ráðherra. Hefði talið þig sýna meiri ábyrgð en að hætta á að stjórnin falli og við sætum uppi með hægra sukkið á þessum alvöru tímum.
Ég skil ekki alveg hvað hefur gerst með ykkur Vinstri græna Steingrímur þinn formaður sem var með þér helsti andstæðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar hann var utan stjórnar.
Að tapa hugrekkinu er að tapa öllu. Ríkisstjórnin viðurkennir að ekki sé gengið fram fyrir skjöldu réttlætis þegar þau hafa afsakað sig í einu orði en í því næsta reynt er að telja þjóðinni trú um að eina staðan sem fyrirfinnist sé að samþykja og gangast undir allt ofbeldi Breta og Hollendinga gagnvart fyrirvinnum landsins, þeim sem veikburðari eru og börnum okkar.
Aldrei áður hefur íslenska þjóðin þurft svo sárlega á hetjum að halda og einmitt nú. Svo ég vil hvetja þig til dáða héðan úr Danaveldi- fylgdu hjartanu.
Hún er ótrúleg umræðan sem nú á sér stað hér á Íslandi um leiðir út úr kreppunni. Einhverra hluta vegna þá eru háværar raddir sem vilja nota tækin sem komu okkur í koll til að byggja upp að nýju.