Mér finnst þetta tal um hverjir séu góðir og hverjir vondir eigendur að orkulindum út í hött. Þegar búið er að setja auðlindirnar út á markað þá skiptir ekki máli hver kaupir, þetta endar í hörðum bisniss.
Skilanefnd Landsbankans neitar staðfastlega að veita almenningi upplýsingar um greiðslur bankans til innistæðu-trygginga-sjóðanna í Bretlandi og Hollandi.
Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að stöðva allar framkvæmdir og framfaramál. Ég get ímyndað mér að hún sé örðin nervös vegna þessa og vill alls ekki veita viðnám í nokkrum málum sem gætu skapað vinnu í verktakageiranum.
Sæll Ögmundur.. Í ágætu bréfi frá Árna V. hér á síðunni, með yfirskriftinni "Allt að forskrift AGS?" er greinargóð og skýr lýsing á "ástandinu" á ríkisstjórnarheimili þeirra Steingríms J.