Ég verð að segja eins og er að fólki er frjálst að hafa skoðanir, en þær verða þá að vera sanngjarnar og fólk fái að tjá sig á báða bóga um viðkomandi mál og málefni.
Vita þykist ég um lágstemmdan almennan áhuga ykkar þingmanna um virkjana- og álversframkvæmdir hér á landi. Helst þykir mér það hafa sýnt sig í því alræðisvaldi sem yfirstýra umhverfismála í ríkisstjórninni hefur tekið sér.
Sæll Ögmundur.. Hverjir settu sig jafnan upp á móti hertu skattaeftirliti? Sjálfstæðismenn.. Hverjir bjuggu til regluverkið í viðskiptalífinu? Sjálfstæðismenn.. Hverjir stjórnuðu sölu bankanna? Sjálfstæðismenn.. Hver flutti magnaða ræðu um skattamál hjá lögfræðingum og endurskoðendum 2004? Davíð Oddsson.. Hverjir ráða Samtökum atvinnulífsins? Sjálfstæðismenn.. Hverjir ráða Viðskiptaráði? Sjálfstæðismenn.. Hverjir ráða heildsalasamtökunum? Sjálfstæðismenn.. Hver var með forsætis - og utanríkisráðherra í Prag haustið 2002? Ólafur Stephensen.. Hverjir stjórna Fréttablaðinu? Sjálfstæðismenn.. Hverjir stjórnar Morgunblaðinu? Sjálfstæðismenn.. Hverjir stjórna LÍÚ? Sjálfstæðismenn.. Hverjir vilja einkavæða sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Sjálfstæðismenn.. Hverjir eyðilögðu ríkisútvarpið? Sjálfstæðismenn.. Hverjir bera ábyrgðina á sukkinu í Miðnesheiðinni? Sjálfstæðismenn.. Hverjir fengu flest kúlulánin? Sjálfstæðismenn.. Hverjir fá mestu niðurfellingu skulda? Sjálfstæðismenn.. Hverjir vilja að ríkisstjórnin fari frá völdum strax? Sjálfstæðismenn.. Hverjir telja sig verða að vera við völd? Sjálfstæðismenn.. Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn ná völdum á ný? Sjá svörin hér að ofan.. Og hvað svo?. Bestu kveðjur,. Hafsteinn. . Þakka bréfið Hafsteinn.
Ég vil benda þingmanninum á að hann er stuðningsmaður ríkisstjórnar allra landsmanna,samt gerir hann allt sem hann getur til að fella stjórnina ásamt nokkrum félögum sínum.Við viljum samhenta stjórn, við viljum að stjórnarflokkar standi saman að þeim málum sem þarf að gera og séu ekki sífellt að mótmæla öllu og öllum nema stjórnarandstöðunni.
Ég, persónulega, er alveg orðlaus yfir, að þegar að minnsta ríkið í samfélagi þjóða, varð gjaldþrota, með þvílíkum afleiðingum, að skrifaðar verða í sögu mannkyns, þá situr við völd vinstri stjórn, sem gerði ekki betur en að einkavæða alla banka aftur.
Heill og sæll Ögmundur og allir góðir hálsar: Furðulegt mál er vægast sagt komið upp. Að láta sér detta í hug að semja við eitthvað dularfullt fyrirtæki sem byggir á hernaðardýrkun er ótrúleg heimska og bíræfni.