Sæll Ögmundur! . Ég var að lesa innlegg frá Halldóri Á. varðandi spilafíkn og svarið frá þér. Innleggið minnti mig ansi mikið á Hannes nokkurn Hólmstein sem sagði að það væru alltaf einhverjir sem yrðu undir í frjálshyggjuþjóðfélagi og þess vegna væri svo mikilvægt að þeir sem væru ríkir gætu orðið ríkari svo hægt væri að hjálpa þeim sem hefðu orðið undir.
Þakka þér fyrir málefnalega og góða framsetningu á málefnum Álftnesinga á vefsíðunni. Áform þín um að taka upp umræðu um vanda sveitarfélaga á Alþingi eru vissulega tímabær og ánægjulegt til þess að hugsa ef það megnar að slá á þá frasakenndu fordæmingu sem hefur dunið á Sveitarfélaginu Álftanes frá því í ágúst á liðnu ári.
Sjaldan finnur maður fyrir eins notalegri tilfinningu og við að verða vitni að björgunarsveitum að störfum. Það gerum við alltaf annað veifið í gegnum fjölmiðla þegar sveitirnar eru kallaðar út einsog gerðist í gær þegar á þriðja hundrað björgunarsveitamanna héldu til leitar á Langjökli að konu og dreng sem þar höfðu týnst.
Komdu sæll Ögmundur.. Fín er síðan þín og ötull ertu við skriftirnar. Takk fyrir það. Sammála er ég þér um furðulegheitin í stjórnmálunum á Íslandi nú um stundir.
Í umræðunum um lög um Rannsóknarnefndina sem kannar aðdraganda bankahrunsins var rætt um verksvið nefndarinnar. Minnti ég þá á það að þegar nefndin tæki til starfa þyrfti hún að horfa til umræðunnar á Alþingi um lögin því hún endurspeglaði vilja þingsins.
Heill og sæll Ögmundur.. Inni á Eyjunni fann ég bloggfærsluna þína sem geymir varnaðarorðin um að forðast dómhörku og þakka þér kærlega fyrir orð þín í henni.