Er það ekki rétt munað hjá mér að VG hafi viljað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB en Samfylking ekki viljað það? Virtist eitthvað bangin við lýðræðið.
Sæll aftur Ögmundur og þakka fyrri svör. Það sem mér liggur á hjarta nú er Schengen samningurinn. Ég horfði á Cameron gera Breska þinginu grein fyrir synjun sinni á nýjum sáttmála ESB og hvað liggi þar á bak við og ekki sparaði hann stóru orðin um ágæti samninganna við ESB.
Sælir.. Ég hef stundað skólagöngu núna í haust til Neskaupstaðar og lent í því að þurfa að sneiða frá grjóti sem hrunið hefur úr lofti ganganna, og þá hafa ekki verið framkvæmdir af neinu tagi, hvað sem þessum umræddu myndum líður þá er hætta inní göngunum og það á ekki að gera lítið úr henni.
Þakka svarið við spurningu minni í gær um Landsdómsmálið. Kemur ekki til skoðunar að embætti Sérstaks saksóknara verði lagt niður með sömu rökum?.... Kristján Sig.
Frá því ég tók við embætti ráðherra samgöngumála er ég búinn að fara um landið þvert og endilangt til að skoða samgöngumannvirki - vegi, brýr og göng, flugvelli og hafnir.