Þakka þér fyrir umfjöllun þína um páskadagskrá Ríkisútvarpsins, gott að hrósa því sem gott er. Ég fór að hugsa við samantekt þína hve ágæt dagskráin stundum er og mikilvægt að þakka fyrir vel unnin störf.
Mér sýnist afstaða Besta flokksins, Bjartrar framtíðar og nú síðast Pírata ganga út á að afnema stjórnmál í þeim skilingi að þau hætti að snúast um skipulag samfélagsins einsog verið hefur en fari að snúast eingöngu um leiðir til að taka ákvarðanir.
Mig langar til að hrósa þér fyrir grein þína um Frosta Sigurjónsson. Maður á ekki að venjast því að stjórnmálamenn tali vel um aðra stjórnmálamenn, að ekki sé minnst á ef þeir koma úr öðrum flokkum.
Í vikunni birti Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skýrslu sem hann vann fyrir forsætisráðuneytið um peningamál.