Fara í efni

Greinasafn

2018

VELVILDIN NÁÐI FRÁ PALESTÍNU TIL REYKJAVÍKUR

VELVILDIN NÁÐI FRÁ PALESTÍNU TIL REYKJAVÍKUR

Í gær var alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni. Í tilefni dagsins var efnt til opins fundar í Iðnó í Reykjavík þar sem íslenskar konur kynntu starfsemi IWPS, International Women's Peace Service. Konurnar töluðu af eigin reynslu höfðu sjálfar dvalið í lengri eða skemmri tíma í Palestíunu og var fróðlegt að hlýða á mál þeirra ...
ASBJÖRN WAHL HEILSAR NÝJUM DEGI

ASBJÖRN WAHL HEILSAR NÝJUM DEGI

Sat allan daginn á málstofu - 300 manna málstofu – til heiðurs   Asbjörn Wahl,   einum ötulasta baráttumanni fyrir velferðarsamfélaginu og þá jafnframt gegn einkavæðingu innviðanna á undanförnum áratugum. Yfirskrift ráðstefnunnar var,   Í kreppu og baráttu í ótryggum heimi, Kriser og kamp i en utrygg verden, A world of crises – a world of struggles.  Asbjörn hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna bæði á  ...
NORÐMENN SÓTTIR HEIM

NORÐMENN SÓTTIR HEIM

... En í Osló hef ég þegar heimsótt tvo norska höfðingja í dag:  Björgulf Fröyn,   verkalýðsmann, beintengdur ofan í rótina, trúnaðarmaður strætisvagnastjóra, frmakvæmdastjóri NFS, samtaka norrænu verkalýðshreyfingarinnar um nokkurra ára skeið, þingmaður Sosíaldemókrata, foringi þeirra á Oslósvæðinu og mikill vinur minn. Stórklár maður! Síðan átti ég hádegisfund með   Kaare Willoch   og   Ingjerd Schou.   Ingjerd er þingmaður Höyre, og ein af fulltrúum norska þingsins á Evrópuráðsþinginu  ...

ÞEGAR OF MIKIL LANDSALA!

Ekki selja landið okkar! Nú þegar of mikið, stoppum þetta núna strax ... Heimir Guðjónsson
ÁKALL JÓNU

ÁKALL JÓNU

... Ákallið hefur fengið góðar undirtektir þeirra sem hafa fengið það í hendur. Þau þyrftu hins vegar að vera miklu fleiri. Frumkvöðull þessa átakas er Hafnfirðingurinn Jóna Imsland. Hún hefur sent bréf til einstaklinga og félagsamtaka og á hún mikið lof skilið fyrir framtak og dugnað. Hér að neðan birti ég bréf Jónu Imsland og hvet ég alla lesendur að verða við ...
BETRA ER MIKIÐ AF LITLU EN MEST AF MIKLU

BETRA ER MIKIÐ AF LITLU EN MEST AF MIKLU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.11.18. Enginn sérfræðingur er ég um knattspyrnu. En ég kann þó að gleðjast þegar strákarnir okkar og stelpurnar okkar gera það gott. Reyndar held ég líka með þeim þegar verr gengur. Lífið er þannig að enginn getur ætlast til velgengni alltaf og öllum stundum. En samt er nú hægt að gera sitthvað sem gerir velgengni líklegri en ella. Sum heilræði hafa geymst í viskusafni kynslóðanna um hvernig ...
FULLVELDIÐ ER EKKI KAKA EÐA HVAÐ?

FULLVELDIÐ ER EKKI KAKA EÐA HVAÐ?

Í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram áhugi á því að Íslendingar leggi sæstreng til að tengja okkur raforkumarkaði Evrópu og einnig að við undirgöngumst forræði ACERs, efirlitsstofnunar Evrópusambandsins með raforkumarkaði. Og notabene, það er hann, markaðurinn sem sviptir okkur fullveldinu. ACER á að fylgjast með því að við hlítum í einu og öllu regluverki markaðarins. Í þessu samhengi á boðvald stofnunarinnar að taka til okkar. Í hennar orðabók er ekki að finna hugtakið fullveldi ...
ENGAR GLERPERLUR TAKK – VIÐ VILJUM SUNDLAUG!

ENGAR GLERPERLUR TAKK – VIÐ VILJUM SUNDLAUG!

Ragnar Ólafsson veltir vöngum yfir því í bréfi til síðunnar hvort Vopnfirðingar séu stórir upp á sig. Því hlýtur hver og einn að svara fyrir sitt leyti. Samkvæmt fréttum vilja þeir, eða margir þeirra, að auðkýfingurinn Ratcliffe, sem er að þræða jarðir á norð-austurhorni  landsins upp á eignaband sitt, gefi sér sundlaug. Engar glerperlur takk eins og værukærir frumbyggjar létu sér nægja öldum saman þegar nýlenduherrarnir tóku yfir land og auðlindir, svo vísað sé í bréf Ragnars. Nú er náttúrlega tvennt í þessu ...

Vopnfirðingar stórir uppá sig?

Í Fbl. í dag kemur fram að sumir Vopnfirðingar vilji fá sundlaug frá auðmanninum geðþekka sem kaupir þar upp jarðir. Maður veltir fyrir sér hvers vegna Vopnfirðingar láta sér ekki duga glerperlur, eins og værukærir frumbyggjar hafa gert öldum saman. Ragnar Ólafsson
ER VARASAMT AÐ HAFA KJÖRNA FULLTRÚA Á GÓÐUM LAUNUM?

ER VARASAMT AÐ HAFA KJÖRNA FULLTRÚA Á GÓÐUM LAUNUM?

...Sigurður Ingi samgönguráðherra hefur samkvæmt fréttum fengið einhverja sveitarstjórnarmenn á suðvesturhorninu til að skrifa upp á hugmyndir tvíburaforvera síns, Jóns Gunnarssonar, um að tolla vegfarandur, setja eins konar nefskatt á bíla. Svo er að skilja að þessu fólki finnist vera smámál að borga sig inn á vegina umfram það sem nú er. Skyldi þessi afstaða nokkuð tengd efnahag og heimilisbókhaldi? ...