EVRA EÐA KRÓNA?
11.11.2018
Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...