Fara í efni

Greinasafn

2018

MIKILVÆG OG LOFSVERÐ ÁKVÖRÐUN UM KOMUGJÖLD

MIKILVÆG OG LOFSVERÐ ÁKVÖRÐUN UM KOMUGJÖLD

Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar var hafist handa um að koma upp sjóðsvélum á heilsugæslustöðvum landsins svo rukka mætti þau sem þangað leituðu vegna veikinda sinna. Að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra var þetta ekki einvörðungu leið til fjáröflunar heldur talin vera til þess fallin að “auka kostnaðarvitund” sjúklinga og ...
UM HVAÐ SNÝST ÞRIÐJI ORKUPAKKINN?

UM HVAÐ SNÝST ÞRIÐJI ORKUPAKKINN?

Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, er   markaðsvæðing   einn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni. I nnri orkumarkaður ESB byggist á verslun með   gas   og   rafmagn . Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan  ...
Í MARRAKESH MEÐ ALÞJÓÐAVERKALÝÐSHREYFINGUNNI AÐ RÆÐA FÓLKSFLUTNINGA

Í MARRAKESH MEÐ ALÞJÓÐAVERKALÝÐSHREYFINGUNNI AÐ RÆÐA FÓLKSFLUTNINGA

...  Inn í fólksflutningasamninginn fléttast málefni sem ég kom talsvert að þegar ég sat í stjórnum Evrópusamtaka opinberra starfsmanna, EPSU, og svo Alþjóðasambands  starfsfólks í almannaþjónustu,  Public Services Intarnational, PSI, nefnilega stríður straumur heilbrigðisstarfsmanna frá fátækum ríkjum til hinna auðugri. Þetta gerist samkvæmt lögmálum framboðs og eftirspurnar og veldur ómældum erfiðleikum, fyrir ...

HVÍTBÓK UM FJÁRGLÆFRA-VÆÐINGU

Svo þjóðina ræna og þrykkja á blað, þrjúhundruð síðurnar kanna. Augljóst að hvítbókin hverfist um það, að horfa til fjárglæframanna. Kári

ENGINN GLANSI

Á Klaustursbarnum í kröppum dansi. Aðrir í þvingandi kossaflansi. Á framkomu þeirra er fágætur vansi. Álitshnekkur og enginn glansi.   Höf. Pétur Hraunfjörð

STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR

Góður drengur gat ég sagt geðþekkur og nýtur. En Stoltur nú stendur vakt Stasí félagsskítur. Höf. Pétur Hraunfjörð
STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR

STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.12.18. Stasi var hræðileg stofnun, austurþýska leynilögreglan. Hún fylgdist með hverju fótmáli þegnanna og lét granna njósna um granna. Á endanum vissu þetta allir og þá var takmarkinu náð, nefnilega að halda öllum, samfélaginu öllu, í heljargreipum. Eins gott að halla ekki orði á valdið eða gera neitt sem hægt væri að sakfella þig fyrir. Sakfelling, hét hún einmitt ...

BÆN FARISEANS

... Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast. En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur ... BJ

ILLT VAR ÞÁ TALIÐ

Á Klaustur-barnum var brugðið leik, bjórinn drukku af göróttum kaleik, illt varð þá talið, ekkert var falið og sitja nú uppi með allt er í steik. Höf. Pétur Hraunfjörð
ÁVARP Í HÓLA- OG FELLAKIRKJU Á AÐVENTU:  HVER VORUM VIÐ ÞÁ OG HVER ERUM VIÐ NÚ?

ÁVARP Í HÓLA- OG FELLAKIRKJU Á AÐVENTU: HVER VORUM VIÐ ÞÁ OG HVER ERUM VIÐ NÚ?

Við minnumst þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því Íslendingar endurheimtu fullveldi sitt eða öllu heldur Danir viðurkenndu fullveldi Íslands. Þess vegna höldum við hátíð, og er það vel, og einnig hitt að láta afmælishátíðina verða tilefni til íhugunar, horfa inná við og spyrja út í okkur sjálf. Hver erum við? Hver erum við árið 2018? Og þá hver vorum við árið 1918, fyrir eitt hundrað árum? ...