EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU
06.09.2019
Það heilbrigða við þá umræðu sem heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur efnt til um heilbrigðisstefnu til framtíðar, er hve vel hún er grunduð og hve víðfeðm hún er. Umræðan tekur til menntunar og mönnunar í heilbrigðisþjónustunni, stöðu rannsókna og vísindastarfs. Fyrir þetta á heilbrigiðsráðherra lof skilið. Í gær efndi hún til umræðufundar um ýmsa þætti sem þyrfti að íhuga við stefnumótunina og voru þar til staðar, ekki aðeins toppar kerfisins eins og hefðbundið er, heldur einnig fulltrúar starfsfólks á borð við sjúkraliða ...