OECD MEÐ ENDURTEKIÐ EFNI
19.09.2019
Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gerðist OECD helsta hreiður áróðursmeistara markaðsvæðingar samfélaganna. Varð einskonar hugmyndasmiðja eða verkstæði. Á íslensku hefur OECD hlotið heitið Efnahags- og framfarastofnunin. Framfarahluti þessarar nafngiftar hefur alltaf orkað tvímælis í mínum huga. Fulltrúum þessarar stofnunar hefur jafnan verið tekið hér á landi sem boðberum mikillar þekkingar og visku þegar þeir hafa lagt leið sína hingað. Fáir virðast muna að ...