Fara í efni

Greinasafn

2019

DANSKA VALDIÐ Í GÓÐU LAGI: BÓKIN HNIGNUN, HVAÐA HNIGNUN?

...  Næmi Íslendinga á 19. öld fyrir þjóðernishyggjunni á sér auðvitað fjölþættar orsaskir. Menningarleg einsleitni á Íslandi rímaði mjög vel við hugmyndir þjóðernissinna um þjóðríki. Sameiginleg menningarleg fortíð, tilvist sjálfstæðs samfélags („fríríkis“) í fortíðinni með sinn menningararf (og allar goðsagnir honum tengdar) styrkti sem kunnugt er sjálfskennd þjóðarinnar. Fjarlægð hins danska stjórnvalds frá íslenskum vettvangi samræmdist illa gróandi hugmyndum um lýðræði, vald þegnanna í eigin málum. Loks er það sú hugmynd/kenning baráttumanna fyrir sjálfsstjórn sem mest var notuð: að landið hefði verið vanrækt, arðrænt og dregist aftur úr (því hafi hnignað).  „Módernistar“ í túlkun sjálfstæðisbaráttunnar hafa undanfarið sagt að þessi síðasttöldu sjálfstæðisrök hafi byggt á misskilningi ...

Í HERRA GUÐLAUGS NAFNI

Brátt kemur herinn á heiðina í herra Guðlaugs nafni Vinstri/Græn völdu þá leiðina svo vestræn áhrif dafni. Höf. Pétur Hraunfjörð

UM DAGSKRÁRVALD, GAMMA OG GULLEGG

Að auðlindum þjóðar er opnun greið, illa er á málum haldið. Fjárglæframennirnir fundu sér leið, fara með dagskárvaldið. ... Kári

FÁEINAR "STEYPUSLETTUR" HREINSAÐAR UPP - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Hér á eftir verða nokkrar „steypuslettur“ hreinsaðar upp og tengjast þriðja orkupakkanum. Fyrst má nefna grein eftir Ketil Sigurjónsson í Morgunblaðinu í dag, 9. ágúst. Það sem nauðsynlega þarfnast leiðréttingar þar er eftirfarandi:  „Þetta kemur t.a.m. með skýrum hætti fram í Samningnum um starfshætti Evrópusambandsins (Treaty on the functioning of the European Union; TFEU). Í þessu sambandi má vísa í 194. gr. umrædds samnings, þar sem segir að skipan orkumála hvers aðildarríkis sé í þess höndum.“ [i]   Þarna vísar Ketill til 194. gr. TFEU sem fjallar um orku. Það er rétt að 2. mgr. 194. gr. kveður á um rétt aðildarríkjanna hvað varðar eigin orkumál. Hér þarf hins vegar að greina á milli þess sem annars vegar kallast í Evrópurétti „ exclusive competences “ og hins vegar „ shared competences “. Það   var   þannig að aðildarríkin höfðu orkumálin algerlega á sínu valdi. Það á hins vegar ekki við lengur ...
MEÐ SÓL Í HJARTA

MEÐ SÓL Í HJARTA

Hann er heldur svalari en fyrir aðeins fáeinum dögum en því get ég lofað fólki að þau eru með sólina í hjarta sínu þau  Hlín Pétursdóttir Behrens  sópransöngkona og  Ögmundur Þór Jóhannesson  gítar­leikari sem leika á sumar­tónleik­um  Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­sonar, þriðju­dags­kvöldið 13. ágúst. Hvað gerir mig þess umkominn að segja þetta? Svarið er að ég sótti tónleika þeirra í dómkirkjunni að Hólum í Hjaltadal eins og fram kom á heimasíðu minni og tala því af eigin reynslu.
HELLSIFJÖRÐUR OG HAFRÓ

HELLSIFJÖRÐUR OG HAFRÓ

Ánægjulegar voru þær fréttir að ríkið hygðist kaupa Hellisfjörð, eyðifjörð á Austfjörðum, inn úr Norðfirði.  Þýskur auðkýfingur hafði í hyggju að kaupa fjörðinn á 40 milljónir og nýta til fiskeldis, jafnvel byggja höfn. Það var hins vegar rökrétt að ríkið keypti, m.a. vegna þess að svæðið er á náttúruminjaskrá og í náttúruverndaráætlun 2009-2013 var lagt til að það yrði friðlýst. Svo er hin ástæðan, að koma í veg fyrir að auðmenn klófesti Ísland allt.  Ísland allt? Já, Ísland allt; með manni og mús. Þannig er okkur nú sagt ...

HVENÆR HÆTTIR BJARNI?

Þetta flýtur bæði fast og laust, fréttir af því nokkuð tíðar. Ef að Bjarni hættir ekki í haust, hætta mun þá bara síðar. Kári

AUÐVELT AÐ KAUPA FRIÐHELGI

Mér ofbýður hve landinn leggst lágt við að bugta sig fyrir hinum ekki-algóða Ratcliffe „stórbónda“ og „höfðingja“. Það er svo grátlega auðvelt fyrir slíkt fólk að kaupa sér friðhelgi og ofurtrú almúgans á Íslandi; nokkrar krónur til HÍ og orð í eyra þeirra sem það vefst fyrir að neita „velboðnu“. Halldóra
ANNETTE GROTH UM HERVÆÐINGU ÞÝSKALANDS

ANNETTE GROTH UM HERVÆÐINGU ÞÝSKALANDS

Fyrir nokkrum dögum birtist á vefmiðlinum   The Real News   athyglisvert viðtal við   Annette Groth , fyrrum þingmann Vinstri flokksins í Þýskalandi (Die Linke), um hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi, m.a. að áeggjan Bandaríkjanna. Annette Groth ræðir í viðtalinu einnig um nýlegar aðgerðir gegn Íran. Þær séu brot á alþjóðalögum þótt lítið sé rætt um þá hlið mála í okkar heimshluta. Viðtalið er stutt og hnitmiðað og er ...
ÞAKKIR TIL FRÉTTABLAÐSINS. EÐA KANNSKI EKKI!

ÞAKKIR TIL FRÉTTABLAÐSINS. EÐA KANNSKI EKKI!

Ríkasti maður Bretlands var að kaupa enn eina jörð á Norðausturlandi. Þær skipta nú tugum – á milli 40 og 50. Fréttablaðið slær kaupunum upp á forsíðu með mikilli velþóknun:   “Radcliffe segir nátturuna í forgangi.”   Undir þessari stórfrétt er auglýsing um Útsölu. Rímar vel. Forsíðufrétt Fréttablaðsins og framhald inni í blaðinu er síðan lítið annað en fréttatilkynning frá auðkýfingnum þar sem vitnað er í hann í þriðju persónu,   „árangur af endurbótum og fyrri fjárfestingum Jims Ratcliffe í Selá er þegar sýnilegur, en þar hefur veiði nú aukist frá ári til árs ...