KÚVENDING VG!
02.09.2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sagði í umræðu um Orkupakka3 á Alþingi að ekkert væri þar að óttast. Þetta má til sanns vegar færa að því gefnu að fólk vilji á annað borð undirgangast markaðsvæðingu orkumála á forsendum ESB. Þá er vissulega ekkert að óttast. En þótt þingflokkur VG sé sameinaður um þessa stefnu þá er, samkvæmt skoðanakönnunum, yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem hafa til þessa stutt flokkinn á öndverðum meiði. Sjálfur er ég ...