03.09.2019
Ögmundur Jónasson
Í morgun áttum við Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður, spjall í boði þeirra Heimis og Gulla í morgunútvarpi Bylgjunnar um orkupakka3 og markaðsvæðingu raforkunnar almennt. Þorsteinn taldi markaðsvæðingu raforkunnar mikið framfaraspor, ég hins vegar að þar með væri stigið skref í afturhaldsátt. Hver er munurinn á raforku og annarri vöru , spurði Þorsteinn. Ég vildi ekki leggja að jöfnu marksvæðingu innviða samfélagsins á borð við rafmagn og vatn annras vegar og ýmsan varning sem væri til sölu í almennum búðum hins vegar. Því færi mjög fjarri og kvaðst ég ...