Fara í efni

Greinasafn

2019

SÝNDARMÓTMÆLI AFÞÖKKUÐ

Sammála þér um heimsókn Pence. Hann er kominn til að þakka fylgispektina. Hún hefur verið raunveruleg  ... Að halda að klæðaburður – hvítklædd forsetafrú í samræmi við einhver mótmæli yfirstéttarkvenna í Bandaríkjunum og armæðusvipur foresætisráðherra breiði yfir þetta er nánast hlægilegt. Hvernig væri að þora að mótmæla gesti okkar augliti til auglitis, sýna honum kurteisi sem fulltrúa þjóðar sinnar, en síðan standa stíf á okkar gangvart hervæðingu og yfirgangi hans heimalands í beinskeittum orðum og siðan athöfnum? Hvaða athöfnum? Þeim sem hér eru áðurnefndar ... Jóhannes Gr. Jónsson

UM BANKARÁN OG HUMAR

R áðherrar í   r æðu tjá, r æningjana höfum. B anka vilja   b ófar fá, b íða eftir gjöfum. ... Kári

ALLT AÐ VERÐA KLÁRT í KOSNINGAR

Faglegar forréttindahjúkkur og snoppu-fríðar puntudúkkur í flokkinn laða ei valda skaða og tilvalinn atkvæða húkkur. Höf. Pétur Hraunfjörð.

BJARNI VELUR Í STÓLINN

Já mönnum þótti þetta leitt Því ráðherrastólinn vildu fá Ung-kvígum og kjánum er beitt karlrembur ei vildi sjá. Höf. Pétur Hraunfjörð

ÞAÐ “STENDUR EKKI” Í TILSKIPUN

Þótt stafir í tilskipun standi ekki neitt, stór er á Alþingi vandi. Úrval af kvígum og kálfum er breitt, koma frá Undralandi. Kári
HVERN ÁTTI AÐ SKJÓTA?

HVERN ÁTTI AÐ SKJÓTA?

Heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, var um sumt snautlegri en efni stóðu til. Staðreyndin er náttúrlega sú að tilefni var fyrir íslensk stjórnvöld til að fagna þessum trausta bandamanni Íslands í NATÓ sem á táknrænan hátt staðfestir með heimsókn sinni samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að auka möguleika á hernaðarumsvifum NATÓ og Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta er hinn napri veruleiki, annað eru umbúðir ... 

EYÞÓR OG JÓN MÁTA SIG VIÐ RITARANN

Hvor þeirra virkar vitrari víst berjast eins og ljón. Ráðinn verður þar ritari Eyþór eða Jón? ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

HVAÐ ER Í Op3?

Flokkshestum munu þau fákeppni veita, fjárglæframönnum á laun. Neytendaverndin er notuð sem beita, nýtist þó engum í raun. Kári
KLÚBBURINN GEYSIR 20 ÁRA: AFMÆLISÁVARP

KLÚBBURINN GEYSIR 20 ÁRA: AFMÆLISÁVARP

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar upplýsandi grein, sem birtist á vefritinu Kjarnanum í dag um Klúbbinn Geysi sem í dag fagnar tuttugu ára afmæli sínu.  Ég hef setið í stjórn Klúbbisns Geysis frá upphafi og flutti ég af þessu tilefni ávarp í afmælishófinu ásamt Styrmi Gunnarssyni sem einnig var með í upphafi  og hefur auk þess alltaf nálægur þegar á hefur þurft að halda. Hver veit nema ...  
EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU

EFNT TIL UMRÆÐU UM HEILBRIGÐISSTEFNU

Það heilbrigða við þá umræðu sem heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur efnt til um heilbrigðisstefnu til framtíðar, er hve vel hún er grunduð og hve víðfeðm hún er. Umræðan tekur til menntunar og mönnunar í heilbrigðisþjónustunni, stöðu rannsókna og vísindastarfs. Fyrir þetta á heilbrigiðsráðherra lof skilið. Í gær efndi hún til umræðufundar um ýmsa þætti sem þyrfti að íhuga við stefnumótunina og voru þar til staðar, ekki aðeins toppar kerfisins eins og hefðbundið er, heldur einnig fulltrúar starfsfólks á borð við sjúkraliða ...