Fara í efni

Greinasafn

2019

KÚRDAR Í MÓTMÆLASVELTI

KÚRDAR Í MÓTMÆLASVELTI

Um það bil 250 Kúrdar eru í mótmæla-svelti í Tyrklandi - utan og innan fangelsismúra – og víðsvegar um heiminn. Mótmælt er pólitískum fangelsunum og öðrum mannréttindabrotum í Tyrklandi. Í Strasbourg eru 15 einstaklingar í slíku mótmæla-svelti og hafa verið frá því í byrjun desember. Ég heimsótti þá í dag en það geri ég í tengslum við Tyrklandsferð mína og átta annarra einstaklina sem hefst á morgun. Þrjú okkar fljúga frá Frankfurt í fyrramálið en ...
AÐ LAGA VERULEIKANN AÐ EIGIN HAGSMUNUM

AÐ LAGA VERULEIKANN AÐ EIGIN HAGSMUNUM

Birtist í DV 09.02.19. Í vikunni kom fram að ríkisstjórn Íslands styður þá ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að skipta um ríkisstjórn í Venesúela, það sem á ensku er kallað „regime change“ og var áður gert í Írak og Líbíu og reynt í Sýrlandi en án árangurs þar ef frátaldar eru afleiðingarnar. En varla flokkast þær undir árangur, öllu heldur ólýsanlegar hörmungar...

MEIN-STREYMINGAR

Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ... Sigurþór S.

ÞAÐ SEM SANNAST REYNIST

Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ... Guðjón Jensson Mosfellsbæ

BOLAÐ FRÁ

Klaustursrónar krappann sjá komið er að hefndum Því Bergþóri verður bolað frá og gera sátt í nefndum.   Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞAKKIR TIL KVEIKS

ÞAKKIR TIL KVEIKS

Það er þakkarvert framtak af hálfu Sjónvarpsins að sýna okkur heimildarmynd Arnars Þórs Þórissonar, dagskrárgerðarmanns Kveiks, og kvikmyndagerðarkonunnar Katrínar Ólafsdóttur, um Hauk Hilmarsson, sem tekin var í Rojava. Ritstjóri Kveiks, Þóra Arnórsdóttir, og að sjálfsögðu fjöldi annarra, kom að þessu verki og eiga þakkir skilið. Minningu Hauks Hilmarssonar, unga baráttumannsins, sem fylgdi hugsjónum sínum eftir...
FUNDURINN MEÐ EVU, BERTU OG JÓNI KARLI

FUNDURINN MEÐ EVU, BERTU OG JÓNI KARLI

Á fundi í Safnahúsinu/þjóðmenningarhúsinu hinn nítjánda janúar fluttu þau okkur fróðlegt en jafnframt  hrollvekjandi efni kanadíska fréttakonan Eva Bartlett, um fréttaflutning frá Palestíu og Sýrlandi, Jón Karl Stefánsson um fréttaflutning af valdaskiptunum í Líbíu og Berta Finnbogadóttir tók dæmi um hvernig má misbeita fréttamiðlum og hvernig það hefur verið gert! Fundurinn var auglýstur undir yfirskriftinni  ...
SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!

SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!

Tilkynnt hefur verið að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að hlýða kalli um að fylkja sér á bak við ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hrekja núverandi forseta Venesúela frá völdum og setja mann sér þóknanlegan í hans stað. Sannast sagna hélt ég að afhjúpun ósanninda um valdaskipti og tilraunir til valdaskipta í Írak, Líbíu, Sýrlandi og nú Venesúela, svo nýjustu dæmin séu nefnd, væri nóg til að íslensk stjórnvöld sæju sóma sinn í því að halda sér alla vega til hlés. Í öllum þessum dæmum var gerandinn ...
GEYMSLULAUS HÚS OG BÍLALAUSAR GÖTUR

GEYMSLULAUS HÚS OG BÍLALAUSAR GÖTUR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 02/03.01.19. Ímyndum okkur auðkýfing sem lendir á einkaþotu sinni á Heathrowflugvelli í London. Hann er fljótur frá borði í krafti forréttinda sinna en þegar hann ætlar að komast inn í miðborgina kárnar gamanið því einkabílstjórinn hans kemst einfaldlega ekkert hraðar en við hin. Það eru ekki margir geirar samfélagsins þar sem svo háttar að ekki er hægt að ...
INNFLUTNINGSVERSLUNIN RÆÐIR AÐALATRIÐI OG AUKAATRIÐI

INNFLUTNINGSVERSLUNIN RÆÐIR AÐALATRIÐI OG AUKAATRIÐI

Birtist í Fréttablaðinu 31.02.19. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif.  Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu ...