Fara í efni

Greinasafn

2019

VLADIMIR STOUPEL Í HEIMSÓKN

VLADIMIR STOUPEL Í HEIMSÓKN

Góður vinur og   frábær listamaður stingur niður fæti á klakanum um næstu máðamót og ætlar að ylja okkur með fallegri píanótónlist. Þar sem mér hafði borist njósn af þessari heimsókn vildi ég koma því á framfæri að hann verður með einleikstónleika föstudagskvöldið 1. febrúar, klukkan 19:30, í sal Menntaskóla í tónlist, Skipholti 33. Um dagskrána má fræðast á slóðunum hér fyrir neðan. Sjálfur er ég ekki heimsins mesti spesíalisti í klassæískri píanótónlist en nógu mikið veit ég til að ...
HAGSMUNAGÆSLA  -  GÓÐ EÐA SLÆM?

HAGSMUNAGÆSLA  -  GÓÐ EÐA SLÆM?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.01.19. Þegar Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkladeildar Landspítalans fékk það í andlitið að hann gengi erinda einhverra ótiltekinna aðila þegar hann varaði við innflutningi á hráu kjöti til Íslands og vakti jafnframt athygli okkar á þeirri vá sem stafaði af kjöti sem gæti borið fjölónæma sýkla, þá svaraði hann því til að þetta mætti til sanns vegar færa. Hann teldi sig skuldbundinn ...
FUNDURINN Í SAFNAHÚSINU KLUKKAN 12 Á LAUGARDAG

FUNDURINN Í SAFNAHÚSINU KLUKKAN 12 Á LAUGARDAG

Fundurinn með þeim Evu Bartlett, Jóni Karli Stefánssyni og Bertu Finnbogadóttur um fréttamennsku sem vopn í stríði, verður í þessu húsi, Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan 12, laugardaginn 19. janúar. Sjá nánar hér:  http://ogmundur.is/greinar/2019/01/eva-bartlett-og-fleiri-a-laugardag   
BARTLETT Á ÍSLANDI

BARTLETT Á ÍSLANDI

Austur-Kongó er eitt af stærstu og fjölmennustu ríkjum heims, tveir milljónir ferkílómetrar og þrjú Íslönd til viðbótar, rúmlega 2,3 milljónir ferkílómetrar að stærð og íbúar sjötíu og níu milljónir. Auðlindir eru í jörðu, sem  gert hafa landið “áhugavert” á Vestrlöndum. Nýafstaðnar eru umdeildar forsetakosningar og í fréttaauka Ríkisútvarpsins kom fram að margt benti til að ... 
VIÐ ÞURFUM ÁREITI

VIÐ ÞURFUM ÁREITI

Birtist í DV 18.01.19. ... Nú er nefnilega annar gagnrýninn fyrirlesari kominn hingað til lands, sem einnig mun kynna athuganir sínar í Safnahúsinu í hádegisfyrirlestri. Það verður næstkomandi laugardag. Þetta er kanadíska fréttakonan Eva Bartlett. Hún hefur fylgst mjög náið með gangi mála í Mið-Austurlöndum, sérstaklega í Sýrlandi síðustu árin en áður í Palestínu, en þar ...  http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/18/vid-thurfum-areiti/ ...

AFMÆLISKVEÐJA

Valgerður nú frelsið fær, fagnar því með tári. Hún er okkur öllum kær og sjötug á þessu ári. Höf. Pétur Hraunfjörð
EVA BARTLETT OG FLEIRI Á LAUGARDAG

EVA BARTLETT OG FLEIRI Á LAUGARDAG

Ég hvet allt áhugafólk um gagnrýna fréttamennsku að sækja fund með kanadísku fréttakonunni   Evu Bartlett   í Safnahúsinu í Reykjavík næstkomandi laugardag. Hún þekkir vel til í Mið-Austurlöndum, hefur dvalið langdvölum í Sýrlandi og í Palestínu og fært fréttir þaðan. Að mínu mati er hún færari en flestir að greina fréttaflutning frá átakasvæðum, hvort hernaðar- og valdahagsmunir búi þar að baki eða ... Þarna verða líka með innlegg   Jón Karl Stefánsson , sem gert hefur úttekt á fréttaflutningi af áras NATÓ á Líbíu fyrir nokkrum árum og   Berta Finnbogadóttir   sem hefur ...
STURLUNGA, STORMFUGLAR OG SALTIÐ Í GRAUTINN

STURLUNGA, STORMFUGLAR OG SALTIÐ Í GRAUTINN

Ég las Stormfugla Einars Kárasonar um daginn, las hana í einum rykk. Slíkur var frásagnarkrafturinn að höfundur sleppti mér ekki fyrr en eftir lokapunkt. Í seinni tíð hafa fáir rithöfundar verið betri vinir íslenskunnar en Einar Kárason með bókum eins og þessum og þá ekki síður með því að setja íslenskar fornbókmenntir og liðna tíð á dagskrá aftur – og aftur. Er Einar Kárason orðinn svo snar þáttur í umhverfinu að ...

AFTURVIRKT EF SAMIÐ ER Á HNJÁNUM

Samningsdrög við sjáum brátt ei saman glösum klingjum Þó Halldór Benjamín bjóði sátt ef afslættinum kyngjum. ... Höf. Pétur Hraunfjörð
SIGMUNDUR ERNIR FJALLAR UM KÚRDAFUND Á HRINGBRAUT

SIGMUNDUR ERNIR FJALLAR UM KÚRDAFUND Á HRINGBRAUT

Mér þótti gott að sjá til Sigmundar Ernis Rúnarssonar, hins gamalkunna og frábæra sjónvarpsmanns, á fundinum síðastliðinn laugardag, í Safnahúsinu í Reykjavík, þar sem fjallað var um mannréttindabrot og stríðsglæpi í kúrdíska hluta Tyrklands, Kúrdistan. Hann lét heldur ekki bíða eftir afurð sinni því í gærkvöldi sýndi hann frá fundinum og fékk mig til viðtals um efni hans. Sjá hér ...