Fara í efni

Greinasafn

2019

RÆTT UM DÓM MANNRÉTTINDADÓMSTÓLSINS Í SILFRINU

RÆTT UM DÓM MANNRÉTTINDADÓMSTÓLSINS Í SILFRINU

Í dag tók ég þátt í umræðu í Silfri Egils á RÚV ásamt þeim Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, alþingismönnum.  Umræðuefnið var fyrst og fremst dómur Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem sitt sýndist hverjum.   Sjálfum finnst mér dómsniðurstaða meirhluta dómsins því furðulegri þeim mun meira sem ...

KLÍKUFRÆÐI

Dómstólasýslan er orðin dýr og dvínandi fara gæðin þar eftir tekjan er heldur rýr en blómleg klíkufræðin. Höf. Pétur Hraunfjörð
OPINN FUNDUR Í ÞESSU HÚSI KLUKKAN 12 LAUGARDAG

OPINN FUNDUR Í ÞESSU HÚSI KLUKKAN 12 LAUGARDAG

Fundur um málefni Katalóníu verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan 12, laugardaginn 16. mars. Þar verða með erindi Alfred Bosch, utanríkisráherra Katalóníu, Dr. Elisenda Casanas Adam, sem kennir lög og mannréttindi við Edinborgarháskóla og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður nýstofnaðra samtaka um miðlun frétta frá Katalóníu. Meiningin er streyma fundinum á facebook ...
ÞAÐ ERU LÍKA MÁNUDAGAR Í ÚTLÖNDUM

ÞAÐ ERU LÍKA MÁNUDAGAR Í ÚTLÖNDUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.03.19. ...  En eitt uppgötvaði ég fljótt. Í öllum löndunum komu mánudagar á eftir frí-helginni og síðan þriðjudagurinn. Með öðrum orðum, hversdagurinn var þarna alltaf í bland við þá daga sem menn gerðu sér dagamun.  Vissulega er meira fjör í Barcelona á sumardegi en í Vogahverfinu í Reykjavík, eins og ...
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU?

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU?

... Gæti það verið þannig að einu mögulegu viðbrögðin við þessum dómi vísi inn í framtíðina? Að öll þau sem komið hafa að þessu ferli þurfi að draga sína lærdóma: Á Íslandi: framkvæmdvaldið, löggjafarvaldið, dómsvaldið og tilkvaddir sérfæðingar. Í Strasbourg: Mannréttindadómstóll Evrópu ...
HVAÐ ER SAMEIGINLEGT MEÐ ORKUPAKKA ÞRJÚ OG INNFLUTNINGI Á HRÁU KJÖTI?

HVAÐ ER SAMEIGINLEGT MEÐ ORKUPAKKA ÞRJÚ OG INNFLUTNINGI Á HRÁU KJÖTI?

Birtist í Bændablaðinu 14.03.19. Í fyrstu er fátt að sjá sem er sameiginlegt. En þó þarf ekki að leita lengi til að sjá hvað það er. Það sem er sameiginlegt er afsal á lýðræðislegu valdi. Orkupakki þrjú á sér …

FARIN FRÁ

Andersen er farin frá fréttirnar eru réttar landanum ei lítið brá og andar léttar. Höf. Pétur Hraunfjörð

VERKFALLSVÍSUR

Tjónið vildu frekar fá en færa upp launin þrælahald er sárt að sjá svívirðileg er raunin. ...  Höf. Pétur Hraunfjörð
KATALÓNÍA TIL UMRÆÐU Á LAUGARDAG

KATALÓNÍA TIL UMRÆÐU Á LAUGARDAG

Næstkomandi laugardag verður áhugugavert efni á dagskrá hádegisfundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.  Utanríkisráðherra Katalóníu gefur okkur sjónarhorn sitt á furðulega atburðarás í Katalóníu þar sem kjörnir fulltrúar hafa verið fangelsaðir og eiga yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Og hverjar skyldu sakirnar vera? Sakirnar eru að hafa ...
HORFT YFIR “VERNDARSVÆÐI” UNESCO

HORFT YFIR “VERNDARSVÆÐI” UNESCO

...  Með mér í för á gamla múrnum að þessu sinni var Ayşe Gökkan,  skörungur mikill í baráttuhreyfingu kúrdískra kvenna, fyrrum borgarstjóri í landamærabænum Nusaybin. Hún er mér eftirminnileg frá heimsókn minni 2014, ekki vegna þess að ég hefði hitt hana þá heldur vegna þess að ég heyrði af hugrekki hennar þegar hún stöðvaði flutningabílalest tyrkneska hersins á leið yfir landamærin, en vitað var að hann studdi þá, sem og nú, íslamista í Kobane ...