20.11.2019
Ögmundur Jónasson
Á meðan útvarpsmaðurinn góðkunni, Ævar Kjartansson, kemur nærri hljóðnemanum hjá Ríkisútvarpinu er þeirri stofnun ekki alls varnað. Fjarri því. Ef Ævar væri ekki að komast á aldur hefði hann verið kjörinn nýr útvarpsstjóri og þótt fyrr hefði verið! Ævar hefur komið að gerð ótölulegs fjölda þátta á löngum starfsferli sínum, nú síðustu árin hefur hann stjórnað umræðuþáttum á sunnudagsmorgnum, sem síðan hafa verið endurteknir síðar. Einn slíkur var í dag á dagskrá. Þar hafði Ævar fengið Gísla Sigurðsson, prófessor, til liðs við sig að ræða við Veturliða Óskarsson, prófessor við Uppsalaháskóla, um ...