16.11.2019
Ögmundur Jónasson
... Fred Magdoff, prófessor í jarðvegsfræði við Vermontháskóla í Bandaríkjunum, hefur skrifað mikið um þessi efni. Hann segir að nú þurfi að velja á milli lífs og dauða, hvorki meira né minna. Hagvaxtarknúið hagkerfi kapítalismans verði að víkja fyrir nýrri hugsun! Eru þetta ekki öfgar? Ekki ef málið raunverulega snýst um líf og dauða. Þá liggja öfgarnar í kerfi sem leiðir okkur í dauðann en varla í hugsun sem tryggir okkur líf. Fred Magdoff heldur fyrirlestur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan 12 á laugardag...