Fara í efni

Greinasafn

2019

SVEINN OG BJÖRK

SVEINN OG BJÖRK

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09/10.11.19. ... Þess vegna kallaði ég þau upp í fyrirsögn þau Svein Rúnar Hauksson og Björk Vilhelmsdóttur. Þau þarf ekki að kynna á annan hátt en að minna á að í áratugi hafa þau sameinað þetta allt í baráttu sinni fyrir mannréttindum í Palestínu. Þar hafa farið saman, orðin, gjörðirnar og staðfestan.Öðru hvoru bregður þeim fyrir í fréttum. Boðskapurinn alltaf sá sami, að ...
Í TILEFNI AF DEGI EINELTIS 8. NÓVEMBER

Í TILEFNI AF DEGI EINELTIS 8. NÓVEMBER

Birtist á netmiðlinum visir.is 08.11.19. Hinn 8. nóvember er dagur sem hefur unnið sér sess sem baráttudagur gegn einelti og af því tilefni höfum við undirrituð nú um nokkurra ára skeið sent frá okkur sameiginlega hvatningu á þessum degi og mælst til að einstaklingar og stofnanir láti frá sér heyra klukkan eitt á hádegi með því að hringja bjöllum og þeyta horn og minna þar með á hve lífsnauðsynlegt það er að við séum öll vakandi og meðvituð um þann skaðavald sem einelti og áreiti er. Tildrög þessa samstarfs okkar má rekja til ársins 2009 þegar ...

“FRELSIД OG ÍSLENSKA MAFÍAN

Í mafíu hlæja þeir margir dátt, magnað þvættið keyra. Það sem var einungis öskugrátt, alltaf dökknar meira. Kári

AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum.  Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...
ÞVÍ MEIRI SYNDIR ÞEIM MUN BETRA? HVERJU SVARAR MAGDOFF?

ÞVÍ MEIRI SYNDIR ÞEIM MUN BETRA? HVERJU SVARAR MAGDOFF?

Hér er raunverulegt dæmi um hve arðsamt getur verið að syndga. Í sama fréttatíma í vikunni:  Slæm fétt:   Þúsundir vísindamanna segja veröldina komna á heljarþröm vegna loftlagsbreytinga af mannavöldm. Ef mannkynið eigi að komast af verði af ALVÖRU að grípa til róttækra ráðstafana NÚNA!  Góð frétt:   Verið er að endurræsa WOW flugfélagið sem nú eigi að heita PLAY. Þannig verði auðveldara að bjóða okkur upp á fleiri og fjölbreyttari valkosti í flugi.  Slæm/góð frétt:   Forseti Íslands hefur stundað þotuflug í gríð og erg  ...  Það verður án efa fróðlegt að fá þetta sjónarhorn á málin, hvernig Magdoff vilji bregðast við syndaflóði samtímans og þá hverju hann svarar spurningunni I titlinum á þessum pistli ...
EINELTISDAGURINN ER Á FÖSTUDAG

EINELTISDAGURINN ER Á FÖSTUDAG

Auðvitað ættu allir dagar að vera helgaðir einelti. En svo er ekki. Ein dagsetning hefur verið að vinna sér sess sem dagur einletis og er það 8. Nóvember, sem ber upp á föstudag að þessu sinni. Af því tilefni ræddi   Markús Þórhallsson , dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu við þær   Helgu Björk Magnúsdóttur Grétudóttur , tónlistarkennara og   Kolbrúnu Baldursdóttur,   borgarfulltrúa og sálfræðing um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi. Báðar hafa þær ...
MARGT GOTT Í AMERÍKU

MARGT GOTT Í AMERÍKU

Þessa dagana höfum við hjón dvalist í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, en langt er um liðið síðan við höfum komið hingað. Við höfum notið gestrisni af hálfu heimafólks og mestrar af hálfu hálf-heimafólks. Íslendinga sem hér hafa búið lengi.  Auðvitað er varasamt að alhæfa um viðmót þjóða. Þó getur eitthvað hegðunarmynstur legið í loftinu. Við þekkjum hegðunarmynstrið í bandaríska valdakerfinu. Varla til eftribreytni. En svo er það hitt hvernig okkur er tekið þegar við ...
RÍKISSTJÓRN MEÐ AÐILD VG: BETUR MÁ EF DUGA SKAL

RÍKISSTJÓRN MEÐ AÐILD VG: BETUR MÁ EF DUGA SKAL

... Í stuttu máli þá hefur niðurstaðan orðið enn meiri hægrihalli en ég hafði jafnvel ótttast. Átti von á að VG stæði betur í ístaðinu og hreinlega gæfist ekki upp í framangreindum grundvallarmálum. Þannig hefði ég seint trúað því að VG talaði beinlínis fyrir markaðsvæðingu raforkunnar! Og því miður á varla við að segja að gefið hafi verið eftir því ekki var annað að heyra en að þetta væri orðin stefna flokksins! Álitsgjafar fjölmiðlanna á þessum tímamótum, sem flestir eru velmeinandi markaðshyggjumenn af Samfylkingar- og Viðereisnargerðinni, hrósa ríkisstjórinni fyrir að hafa “komist vel frá erfiðum málum”.   Telja þeir þá gjarnan fyrstan upp   ...

ÞARF AÐ GETA KLÓRAÐ BAKIÐ

Flokkur núna finnur mann, flinkan til að klóra. Úr sínum röðum setur þann, í sæti útvarpsstjóra. Kári    

ÖRYRKI SKRIFAR ÁSMUNDI: VIÐ GREIÐUM 98% AF TEKJUAUKA TIL BAKA

Tryggingastofnun telur það rétt að takmarka bætur í öryrkjastétt af bótum taka fá allt til baka aumingja fólkið er alveg féflett.  ... Höf. Pétur Hraunfjörð.