NEISTAR OG RAUTT BORÐ
01.04.2020
Þau sem vilja fylgjast með samfélagsumræðunni, innanalands og utan, í stereo ekki bara mono eins og það hét í gamla daga um einrása og tvírása plötuspilara, ættu að hefja rúntinn á Neistum, ljúka síðan yfirferðinni á Rauða borðinu á Samstöðinni á kvöldin klukkan átta. Á vefmiðlinum neisti.is birtast nefnilega iðulega hinir bestu pistlar um innlend mál og erlend. Þórarinn Hjartarson, Jón Karl Stefánsson og fleiri eru með afbragðs innlegg í umræðuna og af allt öðrum toga en þeim sem matar okkur á áróðri heimsvaldastefnunnar. Sá áróður truflar mig sífellt meira ...