Fara í efni

Greinasafn

2021

ALMA REIKNAR, STEFÁN SKRIFAR OG EGILL SPYR

ALMA REIKNAR, STEFÁN SKRIFAR OG EGILL SPYR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.02.21. ...  Og varla að undra. Alma Hafsteins, formaður samtakanna, hefur kynnt þjóðinni útreikninga sem sýna að á hverjum klukkutíma tapa spilafíklar 434.063 krónum í spilakössum, það er að frádregnum vinningum. Og þegar þetta er margfaldað með klukkustundunum í heilu ári nemur þessi upphæð 3.721.000.000 krónum, þremur milljörðum, sjö hundruð tuttugu og einni milljón króna. Það eru ...
Minningarorð um Jens Andrésson

Minningarorð um Jens Andrésson

Í dag var borinn til grafar góður vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Jens Andrésson. Ég minntist hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og einnig nokkrum orðum við útför hans en þar töluðu auk mín tveir aðrir leikmenn, náinn vinur Jens, Guðmundur Krisjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, fyrrum samstarfsmaður Jens á Grænhöfðaeyjum og náinn vinur svo og samstarfmaður hans í járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði þar sem Jens starfaði hin síðari á, Tjörvi Berndsen. Mæltist þeim báðum mjög vel ...

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn áfallið munið þjóðarhrunið öll alþýðan hérna man þetta enn. Aumur gerist Andrés minn allir heim rata Verður því þarna um sinn þingmaður pírata? ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Svarið núna set á blað, sannan vanda leysum. Þjóðareignin þýðir að, þjófum skorðu reisum. Þjóðarklafa þekkið smið, þing til grafar tryggja. Kvótahafar keppast við, kreppugjafir þiggja. Kári

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin gróðans ennþá njóta í samfélaginu blæða sárin undan sjálfseignarkvóta. Bankasölu nú Bjarni þráir Þó bæti lítið okkar hag Engeyingarnir hér eru fáir en græðgi þeirra fag. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
TOMMI OFBÝÐUR SIÐGÆÐISVITUND FACEBOOK

TOMMI OFBÝÐUR SIÐGÆÐISVITUND FACEBOOK

Í sakleysi mínu leyfði ég mér í gær að dreifa ákalli Tomma, góðvini þjóðarinnr, um að loka spilakössum til frambúðar. Í ákalli sínu segir Tommi að hann sé einn af 86% þjóðarinnar sem Gallup sagði síðastliðið vor að væri þessarar skoðunar eftir ítarlega könnun meðal landsmanna. Facebook slökkti á þessari deilingu minni því hún samræmdist ekki ...
GRÍMUBALLIÐ Á ENDA?

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA?

...  Á Bjarna fjármálaráðherra er að skilja að svo rækilega hafi kvótanum verið stolið til frambúðar að tilgangslaust sé að setja ákvæði í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum. Hvað þýðir eiginlega þjóðareign, spurði hann á Alþingi í vikunni sem leið. Já, hvað skyldi það nú þýða Bjarni og  ...

ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

...  Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar  upplýsingar   fyrir seljendur og kaupendur og   hindrunarlausan aðgang   eða   útgöngu   á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...
HAUKUR HELGASON: EFTIRMINNILEGUR SAMFERÐARMAÐUR

HAUKUR HELGASON: EFTIRMINNILEGUR SAMFERÐARMAÐUR

...  Haukur hafði skýra samfélagssýn, hafði trú á ágæti hennar og bjó auk þess yfir prýðilegu sjálfstrausti. Þess vegna var auðvelt að skiptast á skoðunum við hann og þá einnig að vera honum ósammála ef því var að skipta. Hann gat tekið öllu, fullviss um ágæti eigin skoðana og eigin sýnar á lífið. En það var ekki bara ...