Fara í efni

Greinasafn

2021

ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS -

Glöggir menn hafa réttilega bent á það undanfarið hvernig Landsvirkjun virðist reka sjálfstæða „orkustefnu“. Á sama tíma vinna stjórnvöld markvisst að því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins en hafa enga sjálfstæða stefnu. Er Ísland þó ekki aðili að sambandinu. Lausnin á vandanum er hins vegar ekki sú að búta Landsvirkjun niður og afhenda fjárglæframönnum bútana.  Það mun einungis leiða til miklu hærra raforkuverðs, ofurskuldsetningar og síðan gjaldþrota [„bankaformúlan“]. Þá er það skelfileg tilhugsun að dreifikerfið (Landsnet) lendi í höndum braskara og ...

LEITIN AÐ ARFTAKA

Nú leita að liðlegum manni sem á lýðinn vill óheft herja Trúfestu hann sýni og sanni og liðsinni Samherja. Nú birtir yfir borginni okkar bráðum kemur vorið hlýtt Sjórinn tær og sveitin lokkar og sumarið blómum prýtt. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
HLÝTT Á TYRKNESK MANNRÉTTINDASAMTÖK

HLÝTT Á TYRKNESK MANNRÉTTINDASAMTÖK

Birtist í Morgunblaðinu 29.03.21. ...  Þvert á móti fór sjálfur forseti Mannréttindadómstólsins í Strassborg til Tyrklands til að taka við sérstakri viðurkenningu, og það í sama háskóla og verst hefur orðið úti í hreinsunum og fangelsunum, lét mynda sig með valdhöfunum og til að kóróna allt þá fór hann til Kúrdaborgarinnar Mardin, skammt frá Diyarbakir, og átti þar viðræður við leppana sem settir höfðu verið til valda í stað þeirra lýðræðislega kjörnu fulltrúa sem hraktir höfðu verið úr embætti ...
HRAFNINN …

HRAFNINN …

Þegar við Krummi, eins og við kölluðum alltaf skólafélaga okkar og vin, Hrafn Gunnlaugsson, gengum heim úr Menntaskólanum vestur í bæ þar sem við áttum heima, þá flaug hann oft hátt.  Ímyndaðu þér Ömmi, að ofan úr himnunum þarna úr vestri kæmi risastór málmkúla, ferlíki, sveiflað úr krana skýjum  ofar. Ófreskjan kæmi með ógnarhraða og eyðileggingarkrafti, næmi við jörð þegar hún nálgaðist mannvirki Melavallarins, húsakost og bárujárnsgirðinguna, og sópaði þessu öllu burt sem ekkert væri! Ég varð agndofa og fannst ég ...
TIL HAMINGJU ÞORLEIFUR!

TIL HAMINGJU ÞORLEIFUR!

...  En ég var ekki einn um að vilja hafa auðkennisþjónustu í umsjá hins opinbera en ekki á vegum einkaaðaila. Þetta var afstaða sveitarfélaganna, alla vegar nefndar með fulltrúum þeirra sem gera átti tillögur um sitthvað sem sneri að rafrænu Íslandi. Fyrir nefndinni fór Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að fá því framgengt sem sem nú stefnir í að gerist ...

TÝNDUR Í TVÖ ÁR. ÓFUNDINN ENNÞÁ

...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum.  Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...
ÍSLENSKA LEIÐIN Í VÍMUEFNAVÖRNUM

ÍSLENSKA LEIÐIN Í VÍMUEFNAVÖRNUM

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.03.21. Ég er ekki bindindismaður. Stundum hef ég meira að segja verið óþægilega langt frá því. Þess vegna er það svolítið sérstakt að bindindishreyfingin, IOGT, skuli hafa farið þess á leit við mig nú nýlega að stýra ráðstefnu um vímuefnavarnir, hver skuli vera íslenska leiðin.  Var þá til samanburðar það sem kallað hefur verið portúgalska leiðin ...
GOSMYND MARÍU

GOSMYND MARÍU

Þessa mynd hér að ofan tók María Sigrún Hilmarsdóttir frá Ægisíðunni í kvöld. Yfir Skerjafjörðinn má sjá bjarmann af gosinu á Reykjanesi bera við næturmyrkvaðan himininn.  Þar sem Ægisíðan er steinsnar frá heimili mínu þótti mér þessi mynd skemmtilegust úr myndasyrpu Sjónvarpsins í kvöld en flestar voru myndirnar teknar frá höfuðborgarsvæðinu.  María Sigrún náði betri mynd en mér tókst og tek ég nú hennar mynd traustataki og bíð þess að ...
HVERS VEGNA KEMUR HARALDUR Á ÓVART?

HVERS VEGNA KEMUR HARALDUR Á ÓVART?

... Hvers vegna kemur þetta á óvart? Lesendur þessarar heimasíðu, sem hafa fengið að kynnast Haraldi, þyrftu að vísu ekki að undrast afstöðu hans ... En samt kemur á óvart að fólk sem efnast tími að sjá af svo miklu sem einum einasta eyri ótilneytt ...

FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN Á LEIÐINNI. ERU BORGARALAUN SVARIÐ?

Fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum ...