Fara í efni

Greinasafn

2021

TEKIÐ OFAN FYRIR HATARA

TEKIÐ OFAN FYRIR HATARA

Hljómsveitin Hatari var aldrei allra. Og enn er hún ekki allra. Alla vega ekki Ísraelsstjórnar eftir að hljómsveitin tók þátt í Eurovision í Tel Aviv.  Sumum fannst hún ætti ekki að taka þátt vegna hernáms Ísraraelsstjórnar á herteknu svæðum Palestínumanna og ofbeldis í þeirra garð.  En Hatari fór og mótmælti. Og nú hefir Ríkisútvarpið sýnt mynd af þessari atburðarás allri. Það er þakkarvert.  En þakkarverðast af öllu var ...

Á HVAÐA VEGFERÐ ERUM VIÐ?

Það var illa  til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar? Jóhannes Gr. Jónsson

SJÁLFUMGLAÐUR Í SÓL OG HITA

Brynjar Trump brögðin kann fátt bítur á guttann Á sólarströnd nú situr hann og sendir okkur puttann. Höf. Pétur Hraunfjörð

VIÐREISN ÁLYKTAR OG ÞINGMAÐUR KÆRIR - SIG SJÁLFAN

Að standa í þessu er stöðugt puð, styðjum við Frakka og Belga. Við trúum á okkar evrópska guð, inngöngu í sambandið helga. Að sitja á þingi og sulla með leir, sannleikann móta ég hálfan. Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir, þess vegna kæri mig sjálfan. Evrópu selja áfram völd, engar leiðir góðar. Braska þau á bakvið tjöld, beygja stoðir þjóðar. ... Kári

HÆLIÐ FYRIR ÖSKURAPA:

Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ... Grímur

GLEÐILEGA PÁSKA KÆRU LANDSMENN!

Nú fer páska helgin í hönd hér margir láta sig dreyma Vandamál sjáum víða um lönd verum öll dugleg heima. ... Höf. Pétur Hraunfjörð

SKAMMHLAUP Í HEILABÚI STJÓRNVALDA?

Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni?  Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér. Sunna Sara
ÖSKURAUGLÝSINGIN LOKSINS SKILJANLEG

ÖSKURAUGLÝSINGIN LOKSINS SKILJANLEG

... Látum vera að setja aðkomumenn í sóttkví hafi þeir verið upplýstir um slík skilyrði fyrir komu til landsins en varla þá sem geta gengið beint inn í eigin sóttkví á heimili sínu! Er ekki eitthvert smápláss fyrir það sem kalla mætti heilbrigða skynsemi? Ég átti alltaf erfitt með að skilja öskurauglýsingarnar sem ferðamálaráðherrann hreifst svo mjög af. Í fyrsta lagi var óneitanlega undarlegt að setja milljarða í auglýsingstofur – í gjaldeyri í þokkabót– úr galtómum ríkissjóði. Með öðrum orðum þjóðin var látin taka lán fyrir óhljóðunum.  Í öðru lagi  ...

FJÁRGLÆFRAMENN VALDA MILLJARÐATJÓNI

Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða, stórlega margt er fúið. Fjárglæframenn valda feikna skaða, færist á þjóðarbúið. ... Kári

1. APRÍL. 2021

Nú vorið nálgast bjart og hlýtt Nú kemst ég brátt á sjóinn Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt Nú farinn er allur snjórinn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð