LIFÐU NÚNA
14.08.2021
Vefsíðan Lifðu núna hvetur okkur sem erum komin af barnsaldri að gera einmitt þetta, lifa lífinu núna. Á síðunni, sem er bráðgóð, koma ellismellir fram og segja frá því sem á daga þeirra drífur og hvað það er sem einkum heilli þá. Í vikunni var ég spurður hver væri minn uppáhaldsstaður á Íslandi og nefndi ég Þingvelli og reyndi að færa fyrir því rök. Brá mér síðan til Þingvalla til að fá staðfestingu á því innra með mér að valið væri rétt. Félagsskapurinn gat ekki verið betri, tvær dætradætur ...