13.04.2019
Ögmundur Jónasson
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.04.19. Allar götur frá því um aldamót hefur Evrópusambandið verið að varða leiðina inn á markaðinn með rafmagn sem vöru. Samkvæmt fyrstu vörðunum var raforkuiðnaðurinn bútaður niður í einingar, meðal annars með því að aðskilja framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu. Síðan voru stigin skref til að láta þessar einingar haga sér á markaðsvísu og með síðustu vörðunni, 3. orkupakkanum, er stefnt að því að láta hinn nýja markað starfa á samræmdan hátt við innri markað Evrópusambandsins (ESB) fyrir raforku. Á þessari þróun verður enn hert með 4. orkupakkanum ...