Fara í efni
HVAÐ MEINAR FRAMSÓKN?

HVAÐ MEINAR FRAMSÓKN?

...  Þýðir þetta að Framsóknarflokkurinn ætli ekki að beita sér fyrir því að orkupakkanum verði hafnað heldur vilji hann innleiða pakkann með fyrirvara? Mig grunar að þau sem sögð eru hafa klappað fyrir ummælum formanns flokksins um þetta efni hafi skilið það svo að orkupakkanum yrði hafnað.  Ég leyfi mér að mælast til þess að afstaða Framsónarflokksins verði skýrð svo enginn þurfi að velkjast í vafa um asfstöðu flokksins ...

VEÐRAVÍSIR

Eftir veðrinu vonlaus bið, vatns af sósu leginn. Rok að ofan en regn á hlið, það rignir öllu megin! Kári
KONA FER Í STRÍÐ

KONA FER Í STRÍÐ

Það liggur við að ég skammist mín fyrir að vera fyrst núna að sjá mynd Benedikts Erlingssonar og félaga,   Kona fer í stríð.   En betra er seint en adrei og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. Verðlaunaveitendur, á Norðurlöndum og víðar um heiminn, eru búnir að segja flest það sem segja þarf um þessa mynd með lofi sínu og prísi. Þá er fyrir okkur hin ...

DÓMSMÁLARÁÐHERRA OG FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ

Hér vandamálin versna enn vart liðið síðasta bitið. Nú dómstýran vill dæmda menn og drepa eftirlitið.   Höf. Pétur Hraunfjörð

SKÚLASKEIÐ Á ENDA EN VARLA VAXTANAUÐ

Á enda rann Skúla skeið er skelfingin á dundi. Og Icelandair jú bara beið á meðan WoW hrundi. Hér verðbólgu og vaxtanauð  verkalýðshreyfingin skoðar  Og vinnu uppá vatn og brauð valdaklíkan boðar.   Pétur Hraunfjörð  
SELJUM EKKI ÍSLAND!

SELJUM EKKI ÍSLAND!

Ég hvet ALLA til að undirrita undirskriftasöfnun sem hægt er að nálgast í gegnum netslóð hér að neðan. Hér gefst tækifæri til þess að skora á ríkisstjórn og Alþingi að setja lög sem sporna gegn stórfelldum uppkaupum á landi og að eignarhaldið færist út fyrir landsteinana. Ég fæ ekki annað séð en að þessar kröfur séu mjög vel ígrundaðar ...

EVRA EÐA KRÓNA?

Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...
FUNDAÐ Í GRENINU

FUNDAÐ Í GRENINU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.11.18. ... Bókaútgáfan Angústúra gaf nýlega út í íslenskri þýðingu bók eftir Juan Pablo Villalobos, Veislu í greninu. Þar segir frá lífi eiturlyfjabaróns og sonar hans í kastala sem baróninn hafði reist, víggirtum og svo miklum að þar var hægt að halda ýmis framandi dýr, ljón, tígrisdýr og slöngur ... 
TIL UMHUGSUNAR Á EINELTISDEGI

TIL UMHUGSUNAR Á EINELTISDEGI

Birtist á visir.is og frettabladid.is 08.11.18. H inn 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en tildrög þessa er samstarf sem við áttum fyrir tæpum áratug, á árinu 2009, þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ...

GJALDMÆLARNIR TIFA ...

Auglóst er að Sigurður Ingi, samgönguráðherra, ætlar að fara að skattleggja okkur á vegunum. Ekki er orð til andmæla frá VG og Sjálfstæðisflokkurinn þegir enda greinilega kominn í hefðbundna hagsmunagæslu fyrir verktakana. Og átölulaulaust er látin ólögleg og siðlaus gjaldtaka fyrir að skoða náttúruperlur Íslands. Gjaldmælarnir tifa á Þingvöllum í boði ríkisstjórnarinnar. Á þetta að vera svona? Jóel A.