Fara í efni

ENGINN GLANSI

Á Klaustursbarnum í kröppum dansi. Aðrir í þvingandi kossaflansi. Á framkomu þeirra er fágætur vansi. Álitshnekkur og enginn glansi.   Höf. Pétur Hraunfjörð

STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR

Góður drengur gat ég sagt geðþekkur og nýtur. En Stoltur nú stendur vakt Stasí félagsskítur. Höf. Pétur Hraunfjörð
STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR

STASI, WIKILEAKS OG HEYKVÍSLARNAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.12.18. Stasi var hræðileg stofnun, austurþýska leynilögreglan. Hún fylgdist með hverju fótmáli þegnanna og lét granna njósna um granna. Á endanum vissu þetta allir og þá var takmarkinu náð, nefnilega að halda öllum, samfélaginu öllu, í heljargreipum. Eins gott að halla ekki orði á valdið eða gera neitt sem hægt væri að sakfella þig fyrir. Sakfelling, hét hún einmitt ...

BÆN FARISEANS

... Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast. En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur ... BJ

ILLT VAR ÞÁ TALIÐ

Á Klaustur-barnum var brugðið leik, bjórinn drukku af göróttum kaleik, illt varð þá talið, ekkert var falið og sitja nú uppi með allt er í steik. Höf. Pétur Hraunfjörð
ÁVARP Í HÓLA- OG FELLAKIRKJU Á AÐVENTU:  HVER VORUM VIÐ ÞÁ OG HVER ERUM VIÐ NÚ?

ÁVARP Í HÓLA- OG FELLAKIRKJU Á AÐVENTU: HVER VORUM VIÐ ÞÁ OG HVER ERUM VIÐ NÚ?

Við minnumst þess að eitt hundrað ár eru liðin frá því Íslendingar endurheimtu fullveldi sitt eða öllu heldur Danir viðurkenndu fullveldi Íslands. Þess vegna höldum við hátíð, og er það vel, og einnig hitt að láta afmælishátíðina verða tilefni til íhugunar, horfa inná við og spyrja út í okkur sjálf. Hver erum við? Hver erum við árið 2018? Og þá hver vorum við árið 1918, fyrir eitt hundrað árum? ...
VELVILDIN NÁÐI FRÁ PALESTÍNU TIL REYKJAVÍKUR

VELVILDIN NÁÐI FRÁ PALESTÍNU TIL REYKJAVÍKUR

Í gær var alþjóðlegur samstöðudagur með palestínsku þjóðinni. Í tilefni dagsins var efnt til opins fundar í Iðnó í Reykjavík þar sem íslenskar konur kynntu starfsemi IWPS, International Women's Peace Service. Konurnar töluðu af eigin reynslu höfðu sjálfar dvalið í lengri eða skemmri tíma í Palestíunu og var fróðlegt að hlýða á mál þeirra ...
ASBJÖRN WAHL HEILSAR NÝJUM DEGI

ASBJÖRN WAHL HEILSAR NÝJUM DEGI

Sat allan daginn á málstofu - 300 manna málstofu – til heiðurs   Asbjörn Wahl,   einum ötulasta baráttumanni fyrir velferðarsamfélaginu og þá jafnframt gegn einkavæðingu innviðanna á undanförnum áratugum. Yfirskrift ráðstefnunnar var,   Í kreppu og baráttu í ótryggum heimi, Kriser og kamp i en utrygg verden, A world of crises – a world of struggles.  Asbjörn hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna bæði á  ...
NORÐMENN SÓTTIR HEIM

NORÐMENN SÓTTIR HEIM

... En í Osló hef ég þegar heimsótt tvo norska höfðingja í dag:  Björgulf Fröyn,   verkalýðsmann, beintengdur ofan í rótina, trúnaðarmaður strætisvagnastjóra, frmakvæmdastjóri NFS, samtaka norrænu verkalýðshreyfingarinnar um nokkurra ára skeið, þingmaður Sosíaldemókrata, foringi þeirra á Oslósvæðinu og mikill vinur minn. Stórklár maður! Síðan átti ég hádegisfund með   Kaare Willoch   og   Ingjerd Schou.   Ingjerd er þingmaður Höyre, og ein af fulltrúum norska þingsins á Evrópuráðsþinginu  ...

ÞEGAR OF MIKIL LANDSALA!

Ekki selja landið okkar! Nú þegar of mikið, stoppum þetta núna strax ... Heimir Guðjónsson