
ALLT ER Í HEIMINUM HVERFULT
05.05.2023
Þessi blaðaauglýsing er frá árinu 1967. Sennilega hafa fáir tekið sérstaklega eftir henni nema að reykingamenn hafa eflaust tekið við sér og viljað prófa nýju “bragðljúfu” filter sígaretturnar. Til þess eru náttúrlega auglýsingar, að skapa eftirspurn og í þessu tilviki að minna þá sem haldnir voru tóbaksfíkninni á löngun sína í tóbak. Svo liðu árin og stofnað var til ...