Fara í efni
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Í SUMARBYRJUN

Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Í SUMARBYRJUN

Þessi heimasíða er í bland málgagn og umræðuvettvangur annars vegar og skjalasafn hins vegar. Þessa mynd og frásögn í Stundinni set ég hér með í skjalasafnið og færi öllum lesendum af því tilefni síðbúnar sumarkveðjur.   https://stundin.is/grein/10619/?fbclid=IwAR2eu6Gy87DtwOrNZ1vorQzTkSRPYzN3ZjuTeGeGoV-fujuyHdS1Iss96wg
KVÓTANN HEIM: ENN SKYGGNST UM Í SÁLARLÍFI STÓRÚTGERÐARINNAR

KVÓTANN HEIM: ENN SKYGGNST UM Í SÁLARLÍFI STÓRÚTGERÐARINNAR

Minni á Kvótann heim á sunnudögum klukkan 12 og eftir það aðgengilegt á youtube. https://kvotannheim.is/    

BULLIÐ Í BRETUM OG BESTA EUROVISION-LAGIÐ

Hugsanir rata í hendingu á blað, hávaðann oftar má temja. En langbest er oftast lagið það, er láðist í nútíð að semja. Þykjast oftast þjóða mestir, það hefur ekkert breyst. Þeir eru alltaf í bullinu bestir, Bretarnir, eins og þú veist. Kári

JÓN BJARNASON Í NÝJU LJÓSI

Mig langar til að þakka þér fyrir umræðuþættina um kvótamálin. Ég horfði á síðasta þátt þar sem makríldeilurnar voru raktar þannig að þær urðu skiljanlegar. Jón Bjaranson, sem hefur verið úthrópaður vegna þess sem hann aðhafðist á sínum tíma sem sjávarútvegsráðherra varðandi makrílinn, sé ég nú í algerlega nýju og miklu jákvæðara ljósi. En hvar eru fjölmiðlar landsins? Kannski að undantekinni Stundinni eru þeir steindauðir að öðru leyti en því japla á kórónaveirunni daginn út og daginn inn. Allir virðast þeir vera búnir að gleyma Samherja og ... Jóhannes Gr. Jónsson    
KLA TV: ATHYGLISVERÐUR MIÐILL

KLA TV: ATHYGLISVERÐUR MIÐILL

Ég vek athygli á Kla TV sem er upprunalega þýskumælandi miðill en er nú að finna á fleiri tungumálum og með framlagi víða að þar á meðal Íslandi. Ég er áskrifandi  af íslensku fréttsabréfi Kla TV og líkar mottóið sem starfað er samkvæmt:    Við fullyrðum ekki að við getum alltaf flutt allan sannleikann en við flytjum ykkur gagnrýnar raddir.”   Í samræmi við þetta segir í nýjasta fréttabréfi Klar TV ...

KÓRÓNA OG KREPPA

Fljótt sjáum tima fátæktar færast í aukana En líka endalok allsnæktar og sparibaukanna. Um kórónuveiru og kreppuna syngja kapítalisminn okkur virðist íþyngja bágt er tjónið við Bláalónið en þar virðist alveg galtóm pyngja. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
HÚSNÆÐI Á VILDARKJÖRUM EÐA VEGI SEM ENGINN EKUR Á?

HÚSNÆÐI Á VILDARKJÖRUM EÐA VEGI SEM ENGINN EKUR Á?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26.04.20. ... Það er kominn tími til þess að setja alvarleg spurningarmerki við ýmis áður viðtekin viðhorf til útþenslukerfis kapítalismans. Það hljóta þau alla vega að gera sem segjast hafa áhyggjur af ágengni mannskepnunnar í viðkvæmt lífríki Móður jarðar. Þá er komið að þeirri spurningu sem ég vildi spyrja ...
ALLT EINS OG ÁÐUR: HERMANG Í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR

ALLT EINS OG ÁÐUR: HERMANG Í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR

Áform Pentagon og NATÓ um hernaðaruppbyggingu á Íslandi voru ekki orðin tóm. Allt á fullri ferð segir Mogginn. Eina hryggðarfréttin er sú að vegna Kóróna veirunnar þurfti að fresta fyrirhugaðri heræfingu NATÓ á Íslandi í sumar. Ekki vegna þess að efasemdir væru uppi á Alþingi, hvað þá í ríkisstjórn, heldur aðeins vegna veikinda og smithættu! Morgunblaðið greinir frá gangsetningu fyrsta verkefnisins í hermanginu, þar sem verktakinn er  ...
MAKRÍLL, MILLJARÐAR OG HNEYKSLAN EN HVAÐ SVO?

MAKRÍLL, MILLJARÐAR OG HNEYKSLAN EN HVAÐ SVO?

Á sunnudag klukkan tólf verður útsending á Kvótann heim að þessu sinni um makríldeilurnar og á hvern hátt þær gefa innsýn í fiskveiðistjórnunarkerfi sem komið er að fótum fram. Útsending hefst klukkan tólf á slóðinni hér að neðan en síðan verður þátturinn aðgengilegur á youtube eins og fyrri þættir.  https://kvotannheim.is/  

VILTU SPÁ?

Telur þú meiri eða minni líkur á að Alþingi setji lög sem banni eignasöfnun auðmanna á landi? Heldurðu að ríkisstjórnin telji sig komast upp með að láta sitja við það eitt að setja lög um að upplýst verði hver eigi landið eins og frumvarp er komið fram um? Punktur basta? ... Jóhannes Gr. Jónsson