
LANDINN UM LAND ALLT
12.09.2020
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.09.20. Fjölskylda með ung börn fer hringinn. Gistir hér og gistir þar, ekið inn í bæi og þorp, sveitir þræddar, firðir, fjöll og fossar skoðaðir, söfnin heimsótt; rætt um mannlífið í þaula. Í stuttu máli: Íslands notið í botn. Þannig var sumarfrí þorra landsmanna að þessu sinni af ástæðum sem við öll þekkjum. Breiðafjarðarferjan leggst að bryggju á Brjánslæk. “Hér fæddust þríburar, þeir einu á Vestjörðum,” kvað tíu ára stúlka upp úr með og hingað kom Hrafna-Flóki. “Hvernig veistu það?” ...