27.11.2003
Ögmundur Jónasson
"Í nafni hverra rétti Finnur Ingólfsson upp höndina við gljáfægt harðviðarborðið í haust þegar hann gekk endanlega frá upphæðunum og dagsetningunum sem lengi var togast á um? Beinist reiði forsætisráðherra ef til vill gegn þeim hluthafahópi sem Finnur er fulltrúi fyrir?" Þetta kemur meðal annars fram í pistli Ólínu hér á síðunni í dag en hún veltir því réttilega fyrir sér hvernig á því standi að kastljósum fjölmiðla sé ekki beint að þeim sem sátu handan samningaborðsins, kjölfestufjárfestum þeirra Davíðs og Valgerðar, þegar hinir háu samningar voru gerðir við forsvarsmenn Kaupþings Búnaðarbanka.