29.10.2003
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. Ég var að hlusta á þig á útvarpi Sögu í morgun og einnig að lesa grein eftir þig í Fréttablaðinu. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú stóðst þig vel og eins fannst mér greinin eftir þig mjög góð. Ég tel að ein besta kjarabót fyrir launafólk sé vaxtalækkun. Mér finnst ekki eðlilegt að vextir af húsbréfum séu 5.1% + verðtrygging.